Argentínski sóknarmaðurinn Julian Alvarez er alvarlega að íhuga framtíð sín hjá Manchester City, en þetta sagði hann í viðtali við argentínska miðla á dögunum.
Alvarez, sem er 24 ára gamall, hefur að mestu verið laus við meiðsli frá því hann kom til Manchester City fyrir tveimur árum.
Hann hefur spilað 103 leiki og komið að 54 mörkum á tveimur tímabilum sínum.
Þó hefur hann ekki verið fastamaður í byrjunarliðinu. Hann fékk fáar mínútur í stóru leikjunum eins og í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar og gegn stórliðunum í ensku úrvalsdeildinni, en hann er nú alvarlega að íhuga framtíð sína.
Leikmaðurinn hefur verið orðaður við Barcelona og Paris Saint-Germain undanfarnar vikur.
„Á síðasta tímabili var ég einn af þeim leikmönnum sem spiluðu flestar mínútur, en maður er aldrei ánægður með það að vera út undan í mikilvægum leikjum. Maður vill leggja sitt að mörkum.“
„Ég mun taka mér tíma í að hugsa um hvað ég vil, þannig sjáum bara til,“ sagði Alvarez.
Athugasemdir