Elías Már Ómarsson skoraði þriðja mark sitt á undirbúningstímabilinu er NAC Breda tapaði fyrir gríska liðinu Aris, 2-1, í kvöld.
Keflvíkingurinn hefur verið frábær fyrir Breda í æfingaleikjum sumarsins.
Hann skoraði eina mark Breda með skalla í byrjun síðari hálfleiks í kvöld og hefur hann nú skorað í þremur leikjum undirbúningstímabilsins.
Breda á eftir að spila einn leik í viðbót áður en hollenska úrvalsdeildin fer af stað.
Hákon Arnar Haraldsson var þá á skotskónum í 3-1 sigri Lille á Celta Vigo.
Skagamaðurinn gerði mark sitt á 21. mínútu með skoti úr miðjum teignum. Hann fór af velli á 60. mínútu leiksins.
Lille er klárt í Meistaradeildarævintýri. Liðið mætir Lugano eða Fenerbahce í 3. umferð í forkeppninni í næstu viku.
???? L’ouverture du score de Hakon Haraldsson lors de #LOSCRCC pic.twitter.com/BOc2Q1vESh
— Le Petit Lillois ?? (@LePetitLillois) July 30, 2024
Athugasemdir