Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 30. júlí 2024 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Elías Már kominn með þrjú mörk á undirbúningstímabilinu - Hákon skoraði í sigri
Elías Már verið sjóðandi heitur með Breda
Elías Már verið sjóðandi heitur með Breda
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar skoraði gott mark
Hákon Arnar skoraði gott mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már Ómarsson skoraði þriðja mark sitt á undirbúningstímabilinu er NAC Breda tapaði fyrir gríska liðinu Aris, 2-1, í kvöld.

Keflvíkingurinn hefur verið frábær fyrir Breda í æfingaleikjum sumarsins.

Hann skoraði eina mark Breda með skalla í byrjun síðari hálfleiks í kvöld og hefur hann nú skorað í þremur leikjum undirbúningstímabilsins.

Breda á eftir að spila einn leik í viðbót áður en hollenska úrvalsdeildin fer af stað.

Hákon Arnar Haraldsson var þá á skotskónum í 3-1 sigri Lille á Celta Vigo.

Skagamaðurinn gerði mark sitt á 21. mínútu með skoti úr miðjum teignum. Hann fór af velli á 60. mínútu leiksins.

Lille er klárt í Meistaradeildarævintýri. Liðið mætir Lugano eða Fenerbahce í 3. umferð í forkeppninni í næstu viku.


Athugasemdir
banner
banner
banner