Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 30. ágúst 2021 22:09
Elvar Geir Magnússon
Klara Bjartmarz: Ég ætla að sitja áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég ætla að sitja áfram. Ég er ráðin starfsmaður knattspyrnusambandsins og er búin að vinna hérna í 27 ár," segir Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ í Tíufréttum á RÚV. „Ég er klár í að halda áfram og mun takast á við það með nýrri stjórn þegar þar að kemur."

Stjórn KSÍ hefur sagt af sér en þrátt fyrir áskoranir ÍTF og þrýsting frá samfélaginu um að Klara segi einnig upp þá hyggst hún ekki gera það.

Klara fékk sama tölvupóst og Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, fékk frá föður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur þar sem tillkynnt var um ofbeldi og kynferðislega áreitni landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar. Málið fór ekki fyrir stjórn KSÍ.

„Guðni var með málið til umfjöllunar og í ferli svo ég sá ekki ástæðu til að ég færi að vinna í því líka. Ég gekk út frá því að það mál væri í ferli. Ég skal viðurkenna að ég spurði Guðna ekki í hvaða ferli það væri. Svona mál eru viðkvæm og persónuleg og ég gat ekki séð hag í því að fleiri aðilar væru að vinna í málinu," segir Klara við RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner