Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   mið 30. september 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gunnar Heiðar: Sýndum að við erum bestir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, spilandi þjálfari KFS, var himinlifandi eftir sigur KFS gegn Hamri í úrslitaleik um sæti í 3. deild.

KFS vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og hafði aftur betur er liðin mættust í Hveragerði í dag.

„Peyjarnir mínir eru búnir að vera geggjaðir allt seasonið. Ég sagði við þá þegar ég tók við í janúar að við ætluðum að sýna öllum að við værum besta liðið í fjórðu deildinni. Þó að meistarar eins og Maggi Bö og fleiri hafi ekki trúað á okkur þá ætluðum við að sýna öllum það og við gerðum það í dag. Við erum gott lið og við verðskuldum þetta" sagði Gunnar Heiðar brosandi.

„Lykillinn að baki þessum árangri er liðsheildin. Þetta er hrikalega flott lið og flottir strákar sem ég er með hérna. Við lögðum okkur alla fram og svo er þjálfarinn með gott kerfi líka þannig þetta virkar alltsaman."

Gunnar Heiðar skoraði laglegt mark í leiknum sem var dæmt af vegna rangstöðu, hann er ekki sammála þeim dómi.

„Nei það var ekki réttur dómur eins og þú sást kannski en svona er þetta. Svo skallaði ég í stöngina líka en eins gott að við fylgdum eftir og skoruðum. Ég hugsaði bara: 'ekki er þetta einn af þessum dögum' en við náðum að skora."

Gunnar Heiðar grínaðist að lokum með fréttamanni sem spurði hvort hann væri búinn að missa 'touchið' eftir að hafa verið erlendis í atvinnumennsku stærstan hluta ferilsins.
Athugasemdir
banner
banner