Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 30. september 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gunnar Heiðar: Sýndum að við erum bestir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, spilandi þjálfari KFS, var himinlifandi eftir sigur KFS gegn Hamri í úrslitaleik um sæti í 3. deild.

KFS vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og hafði aftur betur er liðin mættust í Hveragerði í dag.

„Peyjarnir mínir eru búnir að vera geggjaðir allt seasonið. Ég sagði við þá þegar ég tók við í janúar að við ætluðum að sýna öllum að við værum besta liðið í fjórðu deildinni. Þó að meistarar eins og Maggi Bö og fleiri hafi ekki trúað á okkur þá ætluðum við að sýna öllum það og við gerðum það í dag. Við erum gott lið og við verðskuldum þetta" sagði Gunnar Heiðar brosandi.

„Lykillinn að baki þessum árangri er liðsheildin. Þetta er hrikalega flott lið og flottir strákar sem ég er með hérna. Við lögðum okkur alla fram og svo er þjálfarinn með gott kerfi líka þannig þetta virkar alltsaman."

Gunnar Heiðar skoraði laglegt mark í leiknum sem var dæmt af vegna rangstöðu, hann er ekki sammála þeim dómi.

„Nei það var ekki réttur dómur eins og þú sást kannski en svona er þetta. Svo skallaði ég í stöngina líka en eins gott að við fylgdum eftir og skoruðum. Ég hugsaði bara: 'ekki er þetta einn af þessum dögum' en við náðum að skora."

Gunnar Heiðar grínaðist að lokum með fréttamanni sem spurði hvort hann væri búinn að missa 'touchið' eftir að hafa verið erlendis í atvinnumennsku stærstan hluta ferilsins.
Athugasemdir