Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   mið 30. september 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gunnar Heiðar: Sýndum að við erum bestir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, spilandi þjálfari KFS, var himinlifandi eftir sigur KFS gegn Hamri í úrslitaleik um sæti í 3. deild.

KFS vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og hafði aftur betur er liðin mættust í Hveragerði í dag.

„Peyjarnir mínir eru búnir að vera geggjaðir allt seasonið. Ég sagði við þá þegar ég tók við í janúar að við ætluðum að sýna öllum að við værum besta liðið í fjórðu deildinni. Þó að meistarar eins og Maggi Bö og fleiri hafi ekki trúað á okkur þá ætluðum við að sýna öllum það og við gerðum það í dag. Við erum gott lið og við verðskuldum þetta" sagði Gunnar Heiðar brosandi.

„Lykillinn að baki þessum árangri er liðsheildin. Þetta er hrikalega flott lið og flottir strákar sem ég er með hérna. Við lögðum okkur alla fram og svo er þjálfarinn með gott kerfi líka þannig þetta virkar alltsaman."

Gunnar Heiðar skoraði laglegt mark í leiknum sem var dæmt af vegna rangstöðu, hann er ekki sammála þeim dómi.

„Nei það var ekki réttur dómur eins og þú sást kannski en svona er þetta. Svo skallaði ég í stöngina líka en eins gott að við fylgdum eftir og skoruðum. Ég hugsaði bara: 'ekki er þetta einn af þessum dögum' en við náðum að skora."

Gunnar Heiðar grínaðist að lokum með fréttamanni sem spurði hvort hann væri búinn að missa 'touchið' eftir að hafa verið erlendis í atvinnumennsku stærstan hluta ferilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner