Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mið 30. september 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gunnar Heiðar: Sýndum að við erum bestir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, spilandi þjálfari KFS, var himinlifandi eftir sigur KFS gegn Hamri í úrslitaleik um sæti í 3. deild.

KFS vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og hafði aftur betur er liðin mættust í Hveragerði í dag.

„Peyjarnir mínir eru búnir að vera geggjaðir allt seasonið. Ég sagði við þá þegar ég tók við í janúar að við ætluðum að sýna öllum að við værum besta liðið í fjórðu deildinni. Þó að meistarar eins og Maggi Bö og fleiri hafi ekki trúað á okkur þá ætluðum við að sýna öllum það og við gerðum það í dag. Við erum gott lið og við verðskuldum þetta" sagði Gunnar Heiðar brosandi.

„Lykillinn að baki þessum árangri er liðsheildin. Þetta er hrikalega flott lið og flottir strákar sem ég er með hérna. Við lögðum okkur alla fram og svo er þjálfarinn með gott kerfi líka þannig þetta virkar alltsaman."

Gunnar Heiðar skoraði laglegt mark í leiknum sem var dæmt af vegna rangstöðu, hann er ekki sammála þeim dómi.

„Nei það var ekki réttur dómur eins og þú sást kannski en svona er þetta. Svo skallaði ég í stöngina líka en eins gott að við fylgdum eftir og skoruðum. Ég hugsaði bara: 'ekki er þetta einn af þessum dögum' en við náðum að skora."

Gunnar Heiðar grínaðist að lokum með fréttamanni sem spurði hvort hann væri búinn að missa 'touchið' eftir að hafa verið erlendis í atvinnumennsku stærstan hluta ferilsins.
Athugasemdir
banner