Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 30. september 2021 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kyle McLagan að ganga í raðir Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle McLagan verður á morgun kynntur sem leikmaður Víkings samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Kyle er 25 ára Bandaríkjamaður sem gekk í raðir Fram um mitt mót í fyrra og lék virkilega vel með liðinu sem fór ósigrað í gegnum Lengjudeildina í sumar.

Kyle, sem var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni, varð samningslaus eftir tímabilið og hafði verið fjallað um áhuga Víkings á varnarmanninum.

Tveir varnarmenn Víkings, þeir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru að leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil.
Athugasemdir
banner