Breiðablik fékk FH í heimsókn fyrr í dag, leikar enduðu 3-1 fyrir Breiðablik sem setur liðið í frábæra stöðu í baráttunni um 2. sætið sem veitir þátttökurétt í Evrópu á næstu leiktíð. Gunnleifur Gunnleifsson þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 FH
„Ég er í skýjunum með þetta, frábærar. Allt kredit á þessar stelpur, flottir karakterar og alvöru barátta í þessu í dag. FH er með mjög gott lið, við þurftum að hafa fyrir þessu sem er líka bara skemmtilegt."
Breiðablik er búið að vinna tvo síðustu leiki eftir slæmt gengi þar á undan.
„Ég hef sagt það áður, daglegt líf snýst um hvort maður vinnur fótboltaleiki eða ekki. Á meðan að við vinnum erum við svo hamingjusöm og það keyrir okkur áfram að vinna næsta leik."
Evrópusætið er í höndum Breiðabliks.
„Við sjáum hvað við þurfum að gera í síðasta leiknum. Alveg sama hvernig staðan verður þá. Við verðum að máta okkur við Íslandsmeistarana og ef við ætlum að ná í úrslit þá þurfum við að vera á okkar allra besta degi."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir