Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   lau 30. september 2023 16:54
Kári Snorrason
Gulli Gull: Daglegt líf snýst um hvort maður vinnur fótboltaleiki eða ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk FH í heimsókn fyrr í dag, leikar enduðu 3-1 fyrir Breiðablik sem setur liðið í frábæra stöðu í baráttunni um 2. sætið sem veitir þátttökurétt í Evrópu á næstu leiktíð. Gunnleifur Gunnleifsson þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 FH

„Ég er í skýjunum með þetta, frábærar. Allt kredit á þessar stelpur, flottir karakterar og alvöru barátta í þessu í dag. FH er með mjög gott lið, við þurftum að hafa fyrir þessu sem er líka bara skemmtilegt."

Breiðablik er búið að vinna tvo síðustu leiki eftir slæmt gengi þar á undan.

„Ég hef sagt það áður, daglegt líf snýst um hvort maður vinnur fótboltaleiki eða ekki. Á meðan að við vinnum erum við svo hamingjusöm og það keyrir okkur áfram að vinna næsta leik."

Evrópusætið er í höndum Breiðabliks.

„Við sjáum hvað við þurfum að gera í síðasta leiknum. Alveg sama hvernig staðan verður þá. Við verðum að máta okkur við Íslandsmeistarana og ef við ætlum að ná í úrslit þá þurfum við að vera á okkar allra besta degi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner