Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
banner
   mán 30. september 2024 21:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Evanilson mun valda liðum miklum vandræðum"
Mynd: Bournemouth

Antoine Semenyo átti frábæran leik þegar Bournemouth lagði Southampton 3-1 í úrvalsdeeildinni í kvöld.


Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur skorað þrjú mörk og lagt upp eitt á þessari leiktíð en hann gekk til liðs við Bournemouth frá Bristol City í janúar í fyrra.

„Öll þessi lán voru erfið en þau eru hluti af mínu ferðalagi. Ég er þakklátur fyrir það og hér er ég að spila í bestu deild í heimi. Þessi reynsla gerði mig auðmjúkan og hjálpaði mér að komast á þann stað sem ég er í dag," sagði Semenyo.

Evanilson skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í kvöld en hann gekk til liðs við Bournemouth frá Porto í sumar. Marcus Tavernier lagði upp markið þegar hann tók aukaspyrnu meðan varnarmenn Southampton sváfu á verðinum.

„Tavernier var fljótur að hugsa og þetta var frábærlega vel klárað hjá Evanilson. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd og hann mun valda liðum miklum vandræðum á þessari leiktíð," sagði Semenyo.


Athugasemdir
banner
banner