Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 30. september 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes í þriggja leikja bann
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, verður ekki með liðinu í næstu þremur deildarleikjum eftir að hann fékk að líta beint rautt spjald í 3-0 tapi liðsins gegn Tottenham í gær.

Fernandes var rekinn af velli á 42. mínútu fyrir brot á James Maddison en Portúgalinn rann til þegar hann ætlaði að stöðva Englendinginn, sem varð til þess að hæll hans fór í hné leikmannsins.

Þetta þýðir að Fernandes er á leið í þriggja leikja bann og mun hann því missa af leikjum gegn Aston Villa, Brentford og West Ham.

Talið er líklegt að United muni reyna að áfrýja banninu, enda þótti rauða spjaldið heldur grimm ákvörðun.

Fernandes, sem er þrítugur, hefur aðeins komið að einu marki í sex deildarleikjum sínum með United á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner