Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
   mán 30. september 2024 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Höfum greinilega ekkert lært af mistökum"
Russell Martin
Russell Martin
Mynd: Getty Images

Russell Martin, stjóri Southampton, var mjög vonsvikinn með liðið sitt eftir 3-0 tap gegn Bournemouth í kvöld.


Southampton sýndi ekki mikla mótspyrnu í fyrri hálfleik en staðan var þá orðin 3-0.

„Ég kannaðist ekki við þessa líkamstjáningu. Ég kunni alls ekki að meta það. Við sýndum mikið hugrekki í seinni hálfleik sem var of seint," sagði Martin.

„Ég er mjög sár og svekktur með fyrri hálfleikinn. Þetta er mér að kenna og ég verð að gefa þeim verkfæri til að svara betur en við gerðum. Við lærðum greinilega ekkert frá tapinu gegn Man Utd sem er vandamál."

Southampton er nýliði í deildinni en liðið er aðeins með eitt stig en það kom gegn Ipswich í síðustu umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner