Everton vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Crystal Palace að velli, 2-1, síðasta laugardag.
Everton hefur verið í nokkrum meiðslavandræðum á tímabilinu en það hjálpaði mikið að endurheimta Jarrad Branthwaite í vörnina. Miðvörðurinn efnilegi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu og gerði það vel.
Dwight McNeil, sem skoraði bæði mörk Everton í leiknum, var mjög ánægður með að fá Branthwaite aftur inn.
„Ég er mjög náinn Jazza og ég veit að hann var pirraður í meiðslunum," sagði McNeil eftir leikinn.
„Þetta tók lengri tíma en hann bjóst við, en hann er ungur og risastór partur af okkar hópi. Hann veit það. Hann á stóra framtíð fyrir höndum."
Branthwaite var sterklega orðaður við Manchester United í sumar en Everton ákvað að halda í hann þrátt fyrir nokkuð stór tilboð.
Athugasemdir