Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. október 2020 06:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher um Benzema-málið: Átt þetta samtal sjálfur
Benzema hugsaði um liðið segir Carragher.
Benzema hugsaði um liðið segir Carragher.
Mynd: Getty Images
Carragher í leik.
Carragher í leik.
Mynd: Getty Images
Samtal Karim Benzema við Ferlan Mendy í hálfleik leiks Real Madrid og Borussia Mönchengladbach hefur vakið athygli. Það heyrðist í Benzema segja við Mendy að gefa boltann ekki á Vinicius Junior í seinni hálfleik.

„Ekki senda á hann. Hann er að spila gegn okkur," sagði Benzema. Tölfræðin úr leiknum sýnir að Benzema gaf boltann þrisvar sinnum á Vinicius í fyrri hálfleik en aldrei í seinni hálfleik.

Jamie Carragher vinnur hjá CBS Sport í kringum leiki í Meistaradeildinni. Hann segist hafa sagt sömu hluti og Benzema á tíma sínum sem leikmaður Liverpool.

„Ég sagði það sama og Benzema sagði þegar ég var að spila og þá er pottþétt að einhver hefur sagt það sama um mig. Munurinn er kannski að Benzema var gripinn við að segja þetta," sagði Carragher.

„Það eru tvær hliðar á þessu. Önnur er sú þegar þú ætlar að hjálpa liðinu sem mér finnst vera málið hér. Ef einhver er að eiga mjög slakan leik þá tekuru reyndar með þessu manninn fyrir aftan hann svolítið út, í þessu tilviki bakvörð eða ef það er bakvörður leikmanninn fyrir framan, vængmann [boltinn fer ekki jafn oft út á þann væng]."

„Hin hliðin er sú ef Benzema væri að fara eigingjörnu leiðina með því að vilja fá boltann oftar og sleppa Vinicius og það væri ekki rétt. Ég held að leikmenn vilji ekkert rosalega mikið fá boltann þegar þeir eru að eiga slæman leik,"
sagði Carragher.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner