fös 30. október 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Giggs: United gæti þurft að bíða í 15-20 ár eftir deildartitli
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs var gestur í hlaðvarpsþætti Jamie Carragher þessa vikuna. Giggs er fyrrum leikmaður Manchester United og ræddu þeir vonir og langa bið United eftir deildartitli.

Giggs var ekkert rosalega bjartsýnn á Englandsmeistaratitil hjá rauða liðinu í Manchester, sérstaklega ekki ef Jurgen Klopp ílengist hjá Liverpool. Liverpool hefur undanfarin tímabil endað fyrir ofan United í deildinni og í sumar varð liðið Englandsmeistari. United varð síðast meistari vorið 2013.

„Ég er 100% á því að það geti liðið tíu ár milli deildartitla. Mögulega fimmtán eða 20 ár. Sérstaklega ef Klopp og Pep Guardiola [hjá Manchester City] verða áfram í sínum stöðum. Þau félög búa yfir fjármagni og augljóslega eiga góða leikmenn," sagði Giggs.

Giggs segir að staðan hafi breyst með komu Klopp og United sé ekki búið að ná fullkomnum takti við tímana sem við lifum á eftir að Ferguson hætti. „Horfum á Liverpool, síðast þegar titilinn vannst [1990] þá var hugsunin á þann veg að hann myndi vinnast fljótlega aftur."

„Það tók Klopp fjögur og hálft ár að vinna, þetta tekur sinn tíma. Klopp bætti liðið á hverri leiktíð og svo vann hann Meistaradeildina, þú sérð bætingarnar svo pressan minnkaði. En hjá United er það þannig að með hverjum kaupum er horft á þann leikmann sem leikmanninn sem vinnur deildina fyrir United en svoleiðis er raunveruleikinn ekki,"
sagði Giggs.
Athugasemdir
banner
banner