Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 30. október 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
McCarthy að taka við Apoel
Mick McCarthy, fyrrum landsliðsþjálfari Írlands, er í viðræðum um að taka við sem þjálfari Apoel á Kýpur.

Hinn 61 árs gamli McCarthy hefur verið án starfs síðan hætti með írska landsliðið í apríl.

McCarthy mun mæta á leik Apoel og Apollon á Kýpur á morgun og í kjölfarið funda með forráðamönnum Apoel.

Á ferli sínum hefur McCarthy einnig meðal annars stýrt Wolves og Ipswich Town.
Athugasemdir
banner