Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 30. október 2024 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Dregið í deildabikarnum: Tottenham mætir Man Utd - Liverpool heimsækir Southampton
Tottenham mætir Man Utd
Tottenham mætir Man Utd
Mynd: Getty Images
Dregið var í 8-liða úrslit enska deildabikarsins í beinni útsendingu á Sky Sports í kvöld. Tottenham mætir Man Utd í stórslag umferðarinnar.

Liverpool heimsækir Southampton á St. Mary's leikvanginn á meðan Newcastle tekur á móti Hákoni Rafni Valdimarssyni og félögum í Brentford.

Tottenham og Man Utd mætast þá á Tottenham Hotspur-leikvanginum í Lundúnum.

Arsenal tekur þá á móti Crystal Palace á Emirates-leikvanginum, en leikirnir fara fram 16. og 17. desember.

Drátturinn:
Southampton - Liverpool
Newcastle - Brentford
Tottenham - Man Utd
Arsenal - Crystal Palace
Athugasemdir
banner
banner
banner