Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 30. október 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
U21 landsliðið leikur gegn Pólverjum á Spáni
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur samið við Knattspyrnusamband Póllands um vináttuleik U21 landsliða þjóðanna, skipað leikmönnum fæddum 2004 og 2005.

Leikurinn fer fram á Pinatar-svæðinu á Spáni sunnudaginn 17. nóvember næstkomandi kl. 16:00 að íslenskum tíma (17:00 að spænskum tíma).

Íslenski hópurinn, sem verður tilkynntur á föstudag, mun halda til æfinga á Spáni mánudaginn 11. nóvember.

Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari U21 landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner