Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 30. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Romano segir Rugani á förum frá Juventus
Varnarmaðurinn Daniele Rugani er á förum frá Juventus í janúarglugganum.

Calciomercato segir frá þessu. Það er Fabrizio Romano sem er með fréttina, en hann er með ansi góð sambönd í boltanum.

Rugani er ekki byrjunarliðsmaður og hefur hann aðeins spilað 180 mínútur af fótbolta á þessu tímabili.

Rugani hefur vakið áhuga félaga bæði á Ítalíu og í Englandi. Á meðal þessara félaga eru Arsenal, Wolves, AS Roma og AC Milan.

Rugani er 25 ára gamall, en hann var keyptur til Juventus frá Empoli árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner