Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. nóvember 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp skaut á fréttamenn - Neitaði að tjá sig frekar um nágrannaslaginn
Mynd: EPA
Á morgun fer fram viðureign Everton og Liverpool á Goodison Park, heimavelli Everton. Það er mikill rígur milli félaganna og stutt á milli heimavalla þeirra.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var beðinn um að tjá sig sérstaklega m nágrannaslaginn á fréttamannafundi en hann sagðist ekki ætla að gera það.

„Nei. Af því að þið öll getið ekki skrifað það almennilega upp. Ég hef ekkert meir um leikinn að segja, ég hef sagt það sem ég hef sagt. Ég horfi á þetta sem venjulegan fótboltaleik," sagði Klopp augljóslega ósáttur við hvernig fréttamenn hafa matreitt orð hans.

Áður á fundinum hafði Klopp tjáð sig um nágrannaslaginn. „Það eru nokkrir sérstakir hlutir við nágrannaslagi en fyrst og fremst eru þetta fótboltaleikir eins og aðrir leikir. Við vitum hvað stuðningsmennirnir vilja. Við reynum að láta þeirra drauma og óskir rætast. Frá okkur séð er þetta bara fótboltaleikur."

„Það skiptir máli að koma á góðu skriði. Við verðum að spila góðan fótbolta eins og við höfum gert. Ef við gerum það þá er erfitt að spila við okkur, það er planið okkar."
Athugasemdir
banner
banner