banner
   þri 30. nóvember 2021 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þægilegur sigur á Kýpur en frammistaðan ekki stórkostleg
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kýpur 0 - 4 Ísland
0-1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('7 )
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('15 , víti)
0-3 Sveindís Jane Jónsdóttir ('36 )
0-4 Guðrún Arnardóttir ('61 )
Lestu um leikinn

Ísland vann mjög auðveldan sigur gegn Kýpur í undankeppni HM 2023 í kvöld.

Sigurinn var aldrei í hættu. Íslenska liðið tók forystuna á sjöundu mínútu þegar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Þetta var vel gert hjá Karólínu, en það er ekki hægt að segja það sama um markvörð Kýpur.

Stuttu síðar fékk Ísland vítaspyrnu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi.

Sveindís Jane Jónsdóttir gerði svo þriðja markið fyrir leikhlé eftir sendingu frá Karólínu Leu. Sveindís gerði frábærlega og gerði stöðu Íslands mjög þægilega fyrir leikhlé.

Guðrún Arnardóttir skoraði fjórða markið í seinni hálfleiknum, hennar fyrsta landsliðsmark og var það síðasta markið sem skorað var í leiknum.

Frammistaðan ekki frábær, en úrslitin það sem skiptir máli á endanum. Ísland er núna tveimur stigum frá efsta sæti riðilsins. Holland er á toppnum, en Hollendingar hafa spilað leik meira en við. Þetta var síðasti leikur Íslands á árinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner