
Vinstri bakvörðurinn Nuno Mendes mun ekki spila meira á heimsmeistaramótinu í Katar vegna meiðsla.
Það er franska íþróttablaðið L'Equipe sem greinir frá þessu en hann spilar þar í landi með Paris Saint-Germain.
Það er franska íþróttablaðið L'Equipe sem greinir frá þessu en hann spilar þar í landi með Paris Saint-Germain.
Mendes byrjaði í vinstri bakverðinum hjá Portúgal gegn Úrúgvæ á dögunum. Fjörið entist ekki lengi og þurfti hann að fara af velli undir lok fyrri hállfeiks. Mendes er aðeins tvítugur að aldri og er að spila á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.
Þetta var mikið áfall fyrir leikmanninn sem grét þegar hann gekk af velli. Hann hefur verið að kljást við einhver vöðvameiðsli sem virðast hafa tekið sig upp aftur.
Hann var valinn í landsliðshópinn fyrir EM 2020 en gat ekkert tekið þátt vegna meiðsla og núna er útlit fyrir það að HM sé búið hjá þessum efnilega leikmann.
Portúgal ætti að geta leyst þetta þar sem þeir eru með marga öfluga leikmenn í bakvarðarstöðunum.
Athugasemdir