Fimmta umferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld en öll ensku úrvalsdeildarliðin geta komist áfram.
Brighton heimsækir AEK í B-riðli. Brighton er með 8 stig í öðru sæti, stigi á undan AEK. Ef Brighton vinnur mun liðið fara áfram og skilja AEK eftir. Í hinum leik riðilsins spilar Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax við Marseille.
West Ham mætir þá Backa Topola frá Serbíu í A-riðli. West Ham fer áfram með sigri.
Liverpool getur komist upp úr E-riðli er liðið fær LASK Linz frá Austurríki í heimsókn. Liverpool er með 9 stig í efsta sætinu.
Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar í Häcken mæta þá Bayer Leverkusen í Svíþjóð. Häcken hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa.
Leikir dagsins:
A-riðill
17:45 Freiburg - Olympiakos
17:45 Backa Topola - West Ham
B-riðill
17:45 AEK - Brighton
20:00 Marseille - Ajax
C-riðill
17:45 Sparta Praha - Betis
20:00 Rangers - Aris Limassol
D-riðill
17:45 Atalanta - Sporting
17:45 Sturm - Rakow
E-riðill
20:00 Liverpool - LASK Linz
20:00 Toulouse - St. Gilloise
F-riðill
17:45 Maccabi Haifa - Rennes
20:00 Villarreal - Panathinaikos
G-riðill
20:00 Servette - Roma
20:00 Sheriff - Slavia Prag
H-riðill
20:00 Molde - Qarabag
20:00 Hacken - Leverkusen
Athugasemdir