Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 30. nóvember 2023 13:59
Elvar Geir Magnússon
Fagnaði markinu með því að ná í ísraelska fánann og fékk gult
Dan Biton með ísraelska fánann.
Dan Biton með ísraelska fánann.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Nú stendur yfir leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í Sambandsdeildinni. Eins og fjallað hefur verið um þá eru mótmæli fyrir utan völlinn.

Dan Biton, leikmaður Maccabi, skoraði fyrsta mark leiksins á 35. mínútu og fagnaði með því að hlaupa að bekknum og ná í ísraelska fánann.

„Biton hleypur að bekknum og tekur upp ísraelska fánann. Hann ögrar og fær réttilega gult spjald. Það er algjör sirkus í gangi hérna. Leikmenn Maccabi eru ósáttir við að Biton fái gult spjald en reglurnar eru á þann veg að þetta er bara gult spjald. Leikurinn er ekki enn farinn af stað en Bilbija (dómari leiksins) er ekki með tök á þessu," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í textalýsingu frá leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

Það var hiti á vellinum eftir þetta og áhorfendur bauluðu á Biton meðan hann fagnaði með ísraelska fánanum. Gæslan á Kópavogsvelli hefur í nægu að snúast og hefur meðal annars verið að fjarlægja palestínska fána úr stúkunni.

Það er hálfleikur þegar þessi frétt er skrifuð og Maccabi leiðir 1-0. Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks gerði mistök í markinu en hann virtist hafa blindast af sólinni.

Hér má sjá myndir sem Haukur Gunnarsson ljósmyndari Fótbolta.net tók:
Athugasemdir
banner
banner
banner