Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 30. nóvember 2024 12:14
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid lætur vita af áhuga á Trent
Powerade
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
 Cunha.
Cunha.
Mynd: Getty Images
Hér er slúðurpakkinn á degi lýðræðisins. BBC tók saman allt það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Real Madrid hefur tilkynnt Liverpool um vilja félagsins til að fá enska bakvörðinn Trent Alexander-Arnold (26). Samningur enska landsliðsmannsins rennur út eftir tímabilið. (TalkSport)

Rúben Amorim, nýr stjóri Manchester United, einbeitir sér að því að vinna með núverandi leikmönnum sínum og hefur ekki óskað eftir neinum leikmannakaupum í janúar. (Sky Sports)

Enski framherjinn Liam Delap (21) hjá Ipswich Town er á óskalista nokkurra enskra úrvalsdeildarfélaga. (Athletic)

Tottenham hefur áhuga á að fá hollenska hægri bakvörðinn Lutsharel Geertruida (24) frá RB Leipzig í stað Spánverjans Pedro Porro (25) sem er á óskalista Real Madrid. (Caught Offside)

Aston Villa er að ganga frá samningi um kaup á Romano Schmid (24), austurrískum miðjumanni Werner Bremen. (Football Insider)

Úlfarnir munu bjóða brasilíska framherjanum Matheus Cunha (25) endurbættan samning og talsvert hærri laun. (Telegraph)

Manchester United og Tottenham eru áfram orðuð við Cunha en Gary O'Neil, stjóri Wolves, hefur útilokað að hann fari frá félaginu í janúar. (MEN)

Chelsea leiðir kapphlaupið um að fá danska bakvörðinn Patrick Dorgu (20) frá Lecce en ítalska félagið gæti krafist um 50 milljónir punda. (Caught Offside)

Tottenham, Crystal Palace og Nottingham Forest hafa einnig áhuga á Dorgu. (TBR)

Everton vill halda enska framherjanum Dominic Calvert-Lewin (27) í janúar en vangaveltur hafa verið um framtíð hans. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner