Víkingur Ólafsvík endaði á botni A-riðils Fótbolta.net mótsins með eitt stig en liðið tapaði í kvöld fyrir Stjörnunni 2-0 í Kórnum.
„Stjarnan hafði yfirburði í leiknum og ég held að við höfum aldrei átt möguleika á að vinna þennan leik," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkurliðsins.
„Stjarnan hafði yfirburði í leiknum og ég held að við höfum aldrei átt möguleika á að vinna þennan leik," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkurliðsins.
Ólsarar héldu sér naumlega í Pepsi-deildinni í fyrra. Liðið hefur misst nokkra öfluga leikmenn, þar á meðal Hrvoje Tokic sem fór í Breiðablik á dögunum en hann var markahæsti leikmaður Ólafsvíkurliðsins á síðasta tímabili.
Ejub er að leita að leikmönnum til að reyna að styrkja sinn hóp.
„Við erum að leita og höldum því áfram. Við verðum bara fínir í sumar. Ég er bjartsýnn, annars væri ég ekki að þjálfa á þessum stað. Leitin gengur brösuglega en það reddast bara. Við verðum tilbúnir að gefa öllum leik."
Hann segir að aðalatriðið sé að fylla skörð þeirra leikmanna sem eru farnir.
„Vonandi gengur það og þá verðum við vonandi samkeppnishæfir. Það er erfitt að tala um þetta í agunablikinu. Við erum að reyna."
Ejub býst við því að Pepsi-deildin verði sterkari en í fyrra en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir