Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 31. janúar 2020 19:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðræður í gangi varðandi Ighalo og Manchester United
Odion Ighalo.
Odion Ighalo.
Mynd: Getty Images
Sagan segir að United sé að reyna að fá Ighalo, nígerískan sóknarmann Shanghai Shenhua í Kína, á sex mánaða lánssamningi vegna meiðsla Marcus Rashford.

Dharmesh Sheth, fréttamaður Sky Sports, segist hafa heimildir fyrir því að Man Utd sé í viðræðum um að fá Ighalo. Hann segist hafa fleiri en einn heimildarmann fyrir því, og að upprunalegur heimildarmaður sinn segi að það séu 50/50 líkur á að skiptin ganga í gegn áður en glugginn lokar.

Ighalo, sem er þrítugur, lék með Watford frá 2014 til 2017 og skoraði þá 36 mörk í 90 deildarleikjum. Tímabilið 2015/16 skoraði hann 15 mörk í 37 deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Reynsluboltinn Neil Warnock, fyrrum stjóri Cardiff og fleiri félaga, segir að Manchester United sé að sýna örvæntingu með því að vera á eftir Odion Ighalo.

„Ég reyndi að fá Ighalo þegar ég var hjá Cardiff. Hann er að fá um 100 þúsund pund í vikulaun, eitthvað þannig. Umboðsmaður hans segir þér eitt, og svo annað," sagði Warnock.

Warnock er ekki viss um að Ighalo henti Man Utd.

„Hann sýnir ekki mikinn stöðugleika og er ekki rétta gerðin af leikmanni sem United þarf. Þeir vilja unga leikmenn. Af hverju fóru þeir ekki á eftir Danny Ings - einhverjum svipuðum Marcus Rashford. Þetta er örvænting."

Þetta er kapphlaup við tímann þar sem félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 23:00.
Athugasemdir
banner
banner