Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 18:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amrabat ætlar að ræða við forsetann - Dauðlangar til Barcelona
Mynd: Getty Images

Sofyan Amrabat þráir ekkert heitar en að ganga til liðs við Barcelona.


Þessi 26 ára gamli miðjumaður, leikmaður Fiorentina og marokkóska landsliðsins sló í gegn með landsliðinu á HM sem hafnaði í 4. sæti á Katar í síðasta mánuði.

Hann hefur verið opinn með tilfinningar sínar í dag og er að reyna koma sér burt frá Fiorentina.

Ítalski miðillinn Relevo greinir frá því að Amrabat muni eiga samtal við forseta Fiorentina til að sannfæra hann um að leyfa sér að fara til Barcelona.

Barcelona á að hafa boðið þrjár milljónir evra í Amrabat til að fá hann á láni út tímabilið. Í tilboðinu hafi svo verið kaupákvæði sem Barcelona hefði getað nýtt sér. Spænska félagið hefði getað virkjað það með því að reiða fram 37 milljónir evra. En eins og fyrr segir þá hafnaði Fiorentina tilboðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner