Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 22:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enzo á leið til Chelsea - Samkomulag á síðustu stundu
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: EPA
Það hefur heldur betur tekið tíma, en Chelsea er loksins búið að ná samkomulagi við Benfica um kaup á argentínska miðjumanninum Enzo Fernandez.

Frá þessu greinir Fabrizio Romano en það er óhætt að trúa því sem hann segir er viðkemur félagaskiptamarkaðnum.

Félögin hafa verið í viðræðum í allan dag - allan mánuðinn í rauninni - en núna er þetta loksins að fara yfir línuna.

Enzo verður dýrasti leikmaður í sögu enska boltans en hann mun kosta 120 milljónir evra. Hann er 22 ára gamall miðjumaður sem varð heimsmeistari með Argentínu í síðasta mánuði. Hann vakti athygli fyrir góða frammistöðu á mótinu.

Félögin eiga enn eftir að klára öll skjöl og að skila þeim, en það er spurning hvort það takist í tæka tíð þar sem það er aðeins klukkutími í að glugginn loki. Líklegt er að það takist, en við sjáum til.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner