Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 10:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle kaupir Ashby (Staðfest)
Mættur í svart og hvítt.
Mættur í svart og hvítt.
Mynd: Newcastle
Newcastle hefur gengið frá kaupum á Harrison Ashby frá West Ham. Ashby er 21 árs hægri bakvörður sem var að verða samningslaus hjá West Ham næsta sumar.

Hann hafði tjáð félaginu að hann ætlaði ekki að gera nýjan samning og samþykkti West Ham þriggja milljóna punda tilboð í leikmanninn.

Ashby hefur ekki spilað með West Ham í úrvalsdeildinni en á þessu tímabili en á tvo leiki með liðinu í Sambandsdeildinni. Hans eini deildarleikur með West Ham kom á síðasta tímabili.

Hann er fæddur í Milton Keynes en á að baki leiki fyrri yngri landslið Skotlands. Hann kom inn í krakkalið West Ham árið 2010 eftir að hafa byrjað að æfa hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner