Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
banner
   lau 31. janúar 2026 12:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Kvenaboltinn
Ætlar sér að vinna titla með Breiðabliki.
Ætlar sér að vinna titla með Breiðabliki.
Mynd: Breiðablik
'Ég hætti við samning úti og mér fannst best að komast í umhverfi hérna heima sem mér líður vel í'
'Ég hætti við samning úti og mér fannst best að komast í umhverfi hérna heima sem mér líður vel í'
Mynd: Breiðablik
'Burtséð frá meiðslunum þá fannst mér þetta geggjað og ég fíla rosalega mikið að vera úti.'
'Burtséð frá meiðslunum þá fannst mér þetta geggjað og ég fíla rosalega mikið að vera úti.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Vonandi skora mikið af mörkum, gefa stoðsendingar og hjálpa liðinu að vinna aftur tvöfalt og komast áfram í Evrópu'
'Vonandi skora mikið af mörkum, gefa stoðsendingar og hjálpa liðinu að vinna aftur tvöfalt og komast áfram í Evrópu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það tekur smá tíma, ég kom heim í nóvember, var bæði að tala við lið úti og hér heima. Það var því svolítill aðdragandi að þessu, en svo leið mér bara vel í þessu umhverfi og ákvað að skrifa undir," segir Bryndís Arna Níelsdóttir við Fótbolta.net fyrr í upphafi vikunnar.

Bryndís, sem er 22 ára framherji, skrifaði fyrr í þessum mánuði undir samning við Breiðablik. Hún er mætt aftur í Bestu deildina eftir tvö tímabil í Svíþjóð. Hún er uppalin hjá Fylki og fór hún út til Växjö eftir að hafa orðið markadrottning í Bestu tímabilið 2023, þá sem leikmaður Vals.

Samkvæmt Flashscore kom Bryndís við sögu í 28 leikjum með Växjö á tveimur tímabilum, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt á tímabilunum tveimur.

Besta liðið á Íslandi
„Ég fékk alveg mikið af skilaboðum og fór á nokkra fundi og svona. Mér fannst Breiðablik ver besti kosturinn núna. Mér leist mjög vel á þjálfarateymið, Ian Jeffs og svo þekki ég Öddu og sjúkraþjálfarann Hjört eftir tímann hjá Val. Ég fór á æfingar með Blikum og leið vel, stelpurnar voru líka rosalega næs. Breiðablik er líka mjög gott lið, ef ekki besta liðið á Íslandi akkúrat núna, og með Evrópu fannst mér þetta allt mjög spennandi."

Stefnir aftur út
Meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá Bryndísi á síðasta tímabili. Hún meiddist snemma á tímabilinu og náði lítið að spila. Eru meiðsli ástæðan fyrir heimkomunni?

„Í rauninni já, það hefur verið svolítið bras á mér síðustu tvö ár og ég er ekki alveg búinn að ná mér. Ég hætti við samning úti og mér fannst best að komast í umhverfi hérna heima sem mér líður vel í, til að ná mér aftur og komast af stað aftur - og svo vonandi ná að fara aftur út."

„Ég sleit vöðvafestu aftan í læri, það gerðist í apríl, þetta hafa verið einhverjir 8-9 mánuðir frá núna en er vonandi að komast af stað aftur. Það hefur verið mikið bakslag á þessu, en ég held að núna sé ég að fara vel í þetta, tek þetta skref fyrir skref. Ég er mjög vongóð um að vera komin aftur á völinn á næstunni. Ég þurfti ekki að fara aðgerð sem var gott. Ég er bjartsýn á að ná að spila fyrsta leik í deild, held það sé mjög raunhæft, og vonandi aðeins fyrr. Það eru núna Evrópuleikir í febrúar, það væri gaman að ná þeim, en það er smá kapphlaup við tímann þannig við sjáum til með það."


Það er ljóst að það eru stór skörð höggvin í sóknarlínu Breiðabliks frá síðasta tímabili. Birta Georgsdóttir samdi sem dæmi við Genoa, Sammy Smith skrifaði undir í Boston og Berglind Björg Þorvaldsdóttir er með barni. Það er því heldur betur svigrúm fyrir Bryndísi að stimpla sig inn í lið Breiðabliks.

Vildi fara í lið sem ætlaði sér alla titla
Breiðablik vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabil og það er augljóslega krafa á góðan árangur í Breiðabliki. Er gaman að koma í svoleiðis umhverfi?

„Algjörlega. Mig langaði að fara í umhverfi þar sem barist væri um alla titla og ætlaði sér í deildarkeppnina í Meistaradeildinni. Svo er þessi nýi Evrópubikar mjög spennandi, tækifæri til að fá fleiri Evrópuleiki, meiri sýnileika." Framundan hjá Blikum eru leikir gegn sænsku meisturunum í Häcken í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins.

Skemmtilegt að vera atvinnumaður erlendis
Hvernig gerir Bryndís upp árin tvö í Svíþjóð?

„Það er hægt að túlka þau sem vonbrigði, en ég lít líka á þetta sem eitthvað sem eitthvað sem ég gat ekki komið í veg fyrir, óheppni að mínu mati. Ég sé ekkert eftir því að hafa farið út og þessum tíma, burtséð frá meiðslunum þá fannst mér þetta geggjað og ég fíla rosalega mikið að vera úti. Það er klárlega planið að reyna komast út aftur. Meiðslin voru bara eitthvað sem gerist og það er bara eins og það er."

„Ég kynntist fullt af góðu fólki og kynntist þessu lífi að vera einn í atvinnumennsku. Mér fannst það mjög skemmtilegt líf."

„Það kom mér í rauninni ekkert á óvart. Ég hafði mikinn tíma utan fótboltans, ég kynntist geggjuðu fólki og var mjög mikið með stelpunum í liðinu. Svo var Þórdís (Elva Ágústsdóttir) með mér úti fyrsta árið sem hjálpaði mikið í byrjun. Mér fannst þetta gaman."


Plús að geta varið tíma með fólkinu sem maðru elskar
Hvernig er að vera komin aftur í Bestu deildina?

;,Það eru kostir og gallar við það að vera komin aftur heim. Mig langaði að vera lengur úti, en að koma heim í gott umhverfi, vera hjá fólkinu sem maður elskar; fjölskyldu og vinum, það er líka plús að geta varið tíma með þeim núna."

Högg að missa af EM
Bryndís meiddist í apríl og urðu þau meiðsli til þess að hún missti af EM með landsliðinu.

„Það var alveg klárlega högg. Ég var búin að vinna mikið í því að komast með á EM og var kannski nálægt því. Það var það leiðinlegasta í þessu. Þetta var alls ekki góð tímasetning, missti eiginlega af öllu tímabilinu. En í íþróttum gerast hlutirnir þegar þeir gerast og það er ekkert hægt að gera neitt við því."

Eitt leiðir af öðru
Markmið Bryndísar er að komast aftur á völlinn eftir langa fjarveru og vinna titla með Breiðabliki.

„Vonandi skora mikið af mörkum, gefa stoðsendingar og hjálpa liðinu að vinna aftur tvöfalt og komast áfram í Evrópu. Með því er klárlega markmiðið að komast aftur í landsliðið. Það tekur kannski smá tíma og ég er meðvituð um það. Ég hugsa um líkamann á mér og reyni að gera vel með Blikum," segir Bryndís.

Hægt er að sjá og hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner