Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. mars 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd horfir aftur til de Ligt - Nýtir félagið Pogba?
Mynd: Getty Images
Manchester United hafði mikinn áhuga á því að fá Matthijs de Ligt frá Ajax síðasta sumar en miðvörðurinn endaði á að velja Juventus.

United er sagt horfa til de Ligt að nýju. Miðvörðurinn ungi hefur ekki náð að koma sér nægilega vel fyrir hjá Juventus en hann varð í fyrra dýrasti varnarmaður á táningsaldri í sögu fótboltans.

De Ligt sem nú er orðinn tvítugur kostað 67,5 milljónir punda en hefur einungis byrjað 15 deildarleiki. Meiðsli hafa sett sitt strik í reikninginn en frammistaðan hefur ekki verið frábær.

Samkvæmt breskum miðlum er Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, í miðvarðarleit og er de Ligt ofarlega á lista. Þá er einnig sagt frá þeim möguleika að United nýti sér það að Paul Pogba vilji fara annað, skipti séu ekki út úr myndinni.

De Ligt og Pogba eru með sama umboðsmann sem er Mino Raiola. Raiola hefur haldið því fram að Ítalía sé eins og annað heimili fyrir Pogba en franski miðjumaðurinn var í fjögur ár hjá Juventus. Möguleiki er á því að þessi skipti verði ekki fyrr en á næsta ári vegna kórónaveirunnar en sagan segir að United sé tilbúið að jafna þau laun sem Juventus greiðir de Ligt í dag eða 180 þúsund pund á viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner