Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. mars 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Kári Sigfússon í Gróttu (Staðfest)
Kári Sigfússon.
Kári Sigfússon.
Mynd: Grótta
Kári Sigfússon hefur gert tveggja ára samning við Gróttu en þetta tilkynnti félagið í dag.

Kári, sem er uppalinn hjá Fylki, er fæddur árið 2002 og getur leyst margar stöður inn á vellinum.

Hann fékk eldskírn sína í október í fyrra þegar Fylkir mætti Breiðabliki í Pepsi Max deildinni. Það var eini leikur hans í deildinni í fyrra.

„Kári passar vel inn í hugmyndafræði Gróttu og er mikið fagnaðarefni fyrir félagið að hafa samið við þennan unga og efnilega leikmann," segir í tilkynningu Grótta.

Grótta féll úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og leikur því í Lengjudeildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner