
Það var Birkir Már Sævarsson sem skoraði fyrsta markið í stjórnartíð nýrra landsliðsþjálfara, í stjórnartíð Arnars Þórs Viðarssonar, Eiðs Smára Guðjohnsen og Lars Lagerback.
Eftir að hafa mistekist að skora í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn nýrra þjálfara, þá er Ísland búið að skora gegn Liechtenstein.
Staðan er 1-0 þegar þessi frétt er skrifuð og það var Birkir Már sem skoraði.
„Góð sókn! Hörður Björgvin með fyrirgjöf frá vinstri og Birkir Már skallar boltann inn. Þriðja landsliðsmark Birkis og annað gegn Liechtenstein!" sagði í textalýsingunni sem má nálgast hérna.
Birkir Már er með þrjú landsliðsmörk í 97 leikjum. Tvö af þessum mörkum hafa komið gegn Liechtenstein en hitt markið var í vináttulandsleik 2016. Annað landsliðsmarkið skoraði hann gegn Belgíu á síðasta ári.
Markið má sjá hér að neðan.
Og hér má sjá fyrra mark Íslands í leiknum sem Birkir Már Sævarsson skoraði á 12. mínútu. Þvílíkt bakvarðamark! @HordurM34 með hrikalega flotta fyrirgjöf á @BirkirSaevars sem stangaði boltann í netið. 3 landsliðsmörk í 97 leikjum hjá Birki! pic.twitter.com/HMcq7TmYTn
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 31, 2021
Athugasemdir