mið 31. mars 2021 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Aron eftir fyrsta A-landsleikinn: Sjokk í morgun
Icelandair
Birkir Már Sævarsson og Sveinn Aron.
Birkir Már Sævarsson og Sveinn Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen fékk óvænt sæti í byrjunarliðinu gegn Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld.

Sveinn Aron var á dögunum kallaður upp úr U21 landsliðinu og hann kom bara beint inn í byrjunarliðið í kvöld. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik og fylgdi þar með í fótspor afa síns, Arnórs Guðjohnsen, og föður síns, Eiðs Smára, sem voru báðir miklar hetjur með landsliðinu.

Sveinn Aron spjallaði við RÚV eftir leikinn.

„Ég var smá 'shaky' í byrjun en svo vann ég mig inn í leikinn," sagði Sveinn Aron.

„Ég átti ekki von á því (að byrja). Það var smá sjokk í morgun. Ég fékk að vita það í morgunmatnum."

Lokatölur í leiknum voru 4-1 fyrir Ísland. „VIð héldum boltanum vel og héldum tempóinu uppi allan leikinn. Það var fínt," sagði Sveinn sem er búinn að spila sinn fyrsta A-landsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner