Það ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni að Besta deildin er handan við hornið en fyrsta umferðin verður leikin á öðrum degi páska.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, mætti í upphitunarþátt Innkastsins og sagði þar meðal annars frá því að tveir leikmenn liðsins séu á meiðslalistanum.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, mætti í upphitunarþátt Innkastsins og sagði þar meðal annars frá því að tveir leikmenn liðsins séu á meiðslalistanum.
Greint hefur verið frá því að bakvörðurinn Davíð Ingvarsson fór í aðgerð á ökkla.
„Hann hefur verið meiddur meira og minna síðan í lok síðasta tímabils. Hann fór í aðgerð í byrjun mars og verður væntanlega ekki klár fyrr en í lok apríl," segir Óskar.
Sóknarleikmaðurinn reynslumikli Kristinn Steindórsson er einnig á meiðslalistanum og missir af fyrsta hluta Íslandsmótsins.
„Kristinn Steindórs verður frá í mögulega tvo mánuði með beinmar á hné. Aðrir eru í fínu standi, það eru bara þessir tveir... tveir lykilmenn," segir Óskar Hrafn.
Athugasemdir