Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fös 31. mars 2023 17:58
Brynjar Ingi Erluson
LAFC fær Bogusz frá Leeds (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bandaríska félagið Los Angeles FC hefur gengið frá kaupum á Mateusz Bogusz frá Leeds United.

Bogusz, sem er 21 árs gamall, spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Leeds á fjórum árum sínum hjá félaginu.

Hann var á láni hjá Ibiza á þessari leiktíð en Leeds kallaði hann til baka fyrir viku síðan.

LAFC var þá í viðræðum við Leeds um kaup á leikmanninum og eru þau nú gengin í gegn.

Bogusz skrifaði undir fjögurra ára samning við LAFC og er því klár í slaginn með liðinu í MLS-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner