Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 31. mars 2023 19:59
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag um Rashford: Ég er ekki Harry Potter
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir engan galdur á bakvið magnaðan árangur Marcus Rashford á þessari leiktíð.

Rashford átti erfitt tímabil undir Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick áður en Ten Hag tók við liðinu síðasta sumar.

Undir Ten Hag hefur hann verið besti maður United og skorað 27 mörk í öllum keppnum.

Ný og fersk útgáfa af Rashford sem Ten Hag tókst að búa til en galdrar komu ekki við sögu.

„Þetta snýst ekki bara um eitthvað spjall — ég er ekki Harry Potter!“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi um helgina, en hann sagði það nákvæmlega sama í janúar er hann var spurður út í Rashford, en bætti þó aðeins við í þetta sinn.

„Þetta er ferli og það eru mörg verkfæri sem þú setur í þjálfunina til að koma leikmönnum í þeirra besta stand. Þetta snýst um byrjunarliðið, hvernig þú spilar, þjálfunina, formlegar og óformlegar samræður og þjálfarana sem vinna með honum, en þó sérstaklega um hann sjálfan því hann er með hæfileikana. Þegar viðhorfið og hugarfarið er upp á sitt allra besta þá mun hann skora mörk,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner