Rashford langar til Barcelona - City búið að finna Belga fyrir De Bruyne - Kounde til Chelsea - Diaz til Sádí Arabíu eða Barcelona
   sun 31. mars 2024 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Ótrúlegar lokamínútur í Stuttgart
Deniz Undav skoraði jöfnunarmarkið seint í uppbótartíma
Deniz Undav skoraði jöfnunarmarkið seint í uppbótartíma
Mynd: EPA
Stuttgart og nýliðar Heidenheim gerðu ótrúlegt 3-3 jafntefli í 27. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Stuttgart hefur verið eitt besta lið deildarinnar á þessu tímabili á meðan Heidenheim er á þægilegum stað um miðja deild.

Heimamenn náðu tveggja marka forystu í leiknum. Gíneumaðurinn Serhou Guirassy skoraði 23. deildarmark sitt á tímabilinu áður en Angelo Stiller tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik.

Níu mínútum síðar skoraði Alexander Nübel, markvörður Stuttgart, sjálfsmark. Hann greip boltann eftir hornspyrnu en missti hann síðan undir sig og í netið. Neyðarlegt atvik, sem gaf Heidenheim von.

Á lokamínútum leiksins skoraði Tim Kleindienst tvö mörk á einni mínútu og kom Heidenheim í óvænta forystu. Deniz Undav, framherji Stuttgart, náði að bjarga andliti fyrir Stuttgart með marki undir lokin en það kom á sjöundu mínútu í uppbótartíma. Stuttu áður fékk Nikola Dovedan að líta rauða spjaldið.

Jafntefli því niðurstaðan. Stuttgart er áfram í 3. sæti með 57 stig en Heidenheim í 11. sæti með 30 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Bochum 2 - 2 Darmstadt
1-0 Philipp Hofmann ('29 )
2-0 Philipp Hofmann ('48 )
2-1 Tim Skarke ('62 )
2-2 Oscar Vilhelmsson ('76 )

Augsburg 1 - 1 Koln
1-0 Arne Maier ('18 )
1-1 Davie Selke ('33 )

Stuttgart 3 - 3 Heidenheim
1-0 Sehrou Guirassy ('41 )
2-0 Angelo Stiller ('53 )
2-1 Alexander Nubel ('62 , sjálfsmark)
2-2 Tim Kleindienst ('84 )
2-3 Tim Kleindienst ('85 )
3-3 Deniz Undav ('90 )
Rautt spjald: Nikola Dovedan, Heidenheim ('90)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 22 17 4 1 65 19 +46 55
2 Leverkusen 22 13 8 1 49 27 +22 47
3 Eintracht Frankfurt 22 12 6 4 49 29 +20 42
4 RB Leipzig 22 10 7 5 36 29 +7 37
5 Freiburg 22 11 3 8 29 36 -7 36
6 Mainz 22 10 5 7 35 24 +11 35
7 Stuttgart 22 10 5 7 40 33 +7 35
8 Gladbach 22 10 4 8 35 32 +3 34
9 Wolfsburg 22 9 6 7 45 36 +9 33
10 Werder 22 8 6 8 35 42 -7 30
11 Dortmund 22 8 5 9 37 38 -1 29
12 Augsburg 22 7 7 8 24 35 -11 28
13 Union Berlin 22 6 6 10 21 29 -8 24
14 St. Pauli 22 6 3 13 18 25 -7 21
15 Hoffenheim 22 5 6 11 29 45 -16 21
16 Heidenheim 22 4 2 16 25 45 -20 14
17 Bochum 22 3 5 14 21 46 -25 14
18 Holstein Kiel 22 3 4 15 34 57 -23 13
Athugasemdir
banner
banner
banner