Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 31. maí 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
PSG hætti við viðburð af virðingu við Sergio Rico
Mynd: EPA

PSG hætti við að halda kvöldverð í gær af viðringu við Sergio Rico markvörð liðsins sem liggur á spítala eftir að hafa dottið af hestbaki.


Þetta hefði verið í sjöunda sinn sem þessi viðburður hefði átt sér stað þar sem PSG heldur upp á lok tímabilsins.

Liðið vann frönsku deildina en Christophe Galtier gaf leikmönnum frí daginn eftir siðasta leikinn um helgina. Rico fór til heimalands síns, Spánar og lenti þar í þessu hræðilega slysi.

Forseti PSG sagði að það kæmi ekkert annað til greina en að hætta við viðburðinn.

,,Við verðum að veita þessu okkar athygli að fullu og við neyðumst til að hætta við okkar hefðbundna kvöldverð," sagði Nasser Al-Khelaifi forseti félagsins.

„Harmleikurinn sem dunið hefur yfir Sergio Rico og ástvini hans hefur haft mikil áhrif á alla PSG fjölskylduna. Fyrir hönd félagsins vil ég fullvissa þau um fullan stuðning okkar og innilegustu samúð meðan á þessari raun stendur."


Athugasemdir
banner
banner
banner