Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 31. maí 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Fór síðast í taugarnar á íslenska liðinu
Icelandair
Lina Lehtovaara.
Lina Lehtovaara.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Lina Lehtovaara frá Finnlandi mun dæma leik Austurríkis og Íslands í undankeppni EM 2025 á eftir. Flautað verður til leiks klukkan 16:00 í Ried í Austurríki.

Henni til aðstoðar eru landar hennar Heini Hyvönen og Tonja Weckström. Fjórði dómari er Minka Vekkeli, líka frá Finnlandi.

Lehtovaara er 42 ára gömul en hún hefur verið FIFA-dómari frá árinu 2009.

Hún dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2022 og dæmdi bæði á EM það sama ár og á HM í fyrra.

Á EM dæmdi hún meðal annars leik Íslands og Ítalíu sem endaði með 1-1 jafntefli. Leikmenn Íslands voru mjög pirraðar út í hana í þeim leik.

„Nei nei, ekki þannig held ég en mér fannst hann ekki vel dæmdur," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, aðspurður eftir þann leik hvort hann hefði verið dæmdur illa.

Ísland spilar við Austurríki í undankeppni í dag, en leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Athugasemdir
banner