Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   fim 31. júlí 2014 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Brynjar Björn: Þeir treysta mikið á sinn heimavöll
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
Stjarnan tekur á móti pólska liðinu Lech Poznan í forkeppni Evrópudeildarinnar á Samsung-vellinum í kvöld. Leikurinn byrjar klukkan 19:30 en löngu er orðið uppselt á leikinn.

Brynjar Björn Gunnarsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar er spenntur fyrir þessu verkefni og segir liðið hafa undirbúið sig ágætlega fyrir þetta einvígi.

,,Þetta er sterkt lið og það verður gaman að sjá hvernig þetta fer. Þeir hafa náð ágætis úrslitum í Evrópukeppninni síðustu ár."

,,Við höfum aðeins farið yfir þetta. Þeir eru tæknilega og líkamlega mjög sterkir. Þeir eru vel skipulagðir og hættulegir í föstum leikatriðum. Við þurfum að vera vel á verði og vel einbeittir. Jafnvel meira einbeittir en við vorum gegn Motherwell," sagði Brynjar Björn en Stjarnan náði ótrúlegum úrslitum þar eftir að hafa lent oft á tíðum undir í því einvígi.

Áhorfendur Lech Poznan eru heimsfrægir fyrir mikil læti og ótrúlegan stuðning í stúkunni. Brynjar segir því mikilvægt að ná góðum úrslitum hér heima áður en farið er í þá gryfju.

,,Þeir treysta mikið á heimavöllinn. Þeir ná góðum úrslitum þar og eru með brjálaða áhorfendur. Það er mjög mikilvægt að ná góðum úrslitum hér heima áður en við förum út til Póllands."

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir