lau 31. júlí 2021 13:15
Brynjar Ingi Erluson
Bjarni Ólafur á bekknum hjá ÍBV - Mikilvægir leikmenn í sóttkví
Bjarni Ólafur Eiríksson er í hóp hjá Eyjamönnum
Bjarni Ólafur Eiríksson er í hóp hjá Eyjamönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Ólafur Eiríksson er á bekknum hjá ÍBV gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í dag en liðin eigast við klukkan 14:00 á Hásteinsvelli.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  0 Afturelding

Bjarni Ólafur yfirgaf Eyjamenn eftir síðustu leiktíð og ætlaði sér að halda áfram að spila en hann hefur undanfarið verið að æfa með Grindvíkingum.

Hann er þó enn skráður í ÍBV og er í hóp gegn Aftureldingu í dag en nokkrir leikmenn beggja liða eru í sóttkví. Spurning er hvort Bjarni Ólafur sé að fara að klára tímabilið með Eyjamönnum sem sitja í öðru sæti deildarinnar.

Sito, markahæsti maður Eyjamanna, er í sóttkví og því ekki með og sama má segja um Atla Hrafn Andrason.

Markahæsti maður Aftureldingar, Kristófer Óskar Óskarsson, er ekki heldur með og sömu sögu má segja af Aroni Elí Sævarssyni. Báðir eru í sóttkví.

Guðjón Pétur Lýðsson getur þá ekki spilað með Eyjamönnum þar sem hann tekur út bann. Markvörðurinn Halldór Páll Geirsson snýr aftur í lið ÍBV eftir meiðsli.

Leikurinn er í beinni textalýsingu á Fótbolta.net en hægt er að skoða lýsinguna með því að smella á tengilinn hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner