Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. júlí 2021 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dannmörk: Midtjylland með sigur í fjarveru Mikaels
Mynd: Getty Images
Viborg 0-2 Midtjylland
0-1 Evander ('71)
0-2 Dreyer ('77)

Midtjylland heimsótti Viborg í dönsku úrvaldeildinni í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri Midtylland.

Mikael Neville Anderson var ekki í leikmannahópi Midtjylland en hann greindist með Covid-19 á dögunum.

Þetta var fyrsti leikurinn í þriðju umferð en Midtylland tillti sér á toppinn í bili að minnsta kosti með 6 stig. Elías Rafn Ómarsson sat á varamannabekk Midtjylland.

Í næst efstu deild léku tvö Íslendingalið. Ísak Óli Ólafsson var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði 3-1 gegn Helsingor. Ágúst Eðvald Hlynsson kom inná sem varamaður í 4-1 sigri Horsens á Fremad Amager. Horsens er með 3 stig eftir tvo leiki en Esbjerg aðeins eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner