lau 31. júlí 2021 11:09
Brynjar Ingi Erluson
Leeds kaupir markvörð frá Valerenga (Staðfest)
Kristoffer Klaesson er kominn til Leeds
Kristoffer Klaesson er kominn til Leeds
Mynd: Heimasíða Leeds
Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United er búið að festa kaup á norska markverðinum Kristoffer Klaesson frá Vålerenga.

Klaesson er 20 ára gamall, hefur verið aðalmarkvörður norska liðsins síðustu tvö árin.

Hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Haugesund árið 2019 og tókst að vinna sér fast sæti í liðinu eftir það.

Leeds er nu búið að ganga frá kaupum á Klaesson og gerir hann fjögurra ára samning en kaupverðið er ekki gefið upp.

Klaesson hefur spilað 38 leiki fyrir unglingalandslið Noregs en á enn eftir að spila fyrir A-landsliðið.

Hann kemur til með að veita Ilian Meslier samkeppni um markvarðarstöðuna á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner