Sadio Mane yfirgaf Liverpool í sumar og gekk til liðs við Bayern Munchen. Hann er þegar farinn að láta til sín taka í Þýskalandi en hann skoraði eitt af fimm mörkum liðsins þegar Bayern vann Ofurbikarinn í gær.
Liverpool stuðningsmennirnir Sóli Hólm og Atli Már Steinarsson voru gestir hjá Guðmundi Aðalsteini í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn á dögunum.
Þeir eru smeykir við það að sjá Mane meika það.
„Ég vil ekki að menn eigi meiðslahrján feril eða eitthvað svoleiðis, ég vil honum vel en ég vil alls ekki að honum gangi jafn vel og hjá Liverpool. Ég vil ekki að neinum leikmanni gangi betur fyrir utan Liverpool, enda væri það bara heimskulegt," sagði Sóli.
„Nema reyndar menn sem eru ekki góðir eins og Ben Woodburn, ég vil að honum gangi vel. Conor Coady, ég dýrka hvað hann hefur átt geggjaðan feril, þegar maður horfir svona niður þá vill maður að þeir blómstri. Ég vil alls ekki að einhver verði stórstjarna þegar hann fer frá Liverpool."
„Þess vegna var þetta svona pirrandi með Sterling. Af því maður vissi hvað hann var að verða góður og hvað við vorum að missa," sagði Atli.