Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. júlí 2024 13:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
El Ghazi staðfestir riftun eftir flókið mál - Á leið til Cardiff
Mynd: Getty Images
Samningur Anwar El Ghazi við Mainz er ekki lengur í gildi, leikmaðurinn staðfesti tíðindin sjáfur í dag. Sky Sports fjallar svo um að El Ghazi sé á leið í læknisskoðun hjá Cardiff.

El Ghazi hefur staðið í stappi við þýska félagið Mainz. Hann var settur í bann hjá Mainz í október þar sem hann sýndi Palestínu stuðning. El Ghazi neitaði að draga ummæli sín til baka.

Í kjölfarið var samningi hans rift en hann sneri svo aftur til félagsins. Svo var greint frá því að hann hefði verið rekinn frá Mainz og í kjölfarið lögsótti hann félagið út af brottrekstrinum.

Fyrr í þessum mánuði var svo greint frá því að El Ghazi hefði unnið málið gegn Mainz og þarf því félagið að greiða El Ghazi miskabætur. Þá var sagt að leikmaðurinn ætti eitt ár eftir af samningi sínum en hann hefur staðfest að þeim samningi hefði verið rift.

Mjög einfalt mál allt saman sem betur má kynna sér í hlekknum hér að ofan. El Ghazi er 29 ára Hollendingur sem lék á sínum tíma í fjögur ár með Aston Villa.

Hann virðist vera að ganga í raðir Cardiff sem spilar í ensku Championship deildinni. Búist er við því að hann skrifi undir eins árs samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner