Hollenski kantmaðurinn Anwar El-Ghazi, sem lék á sínum tíma fyrir Everton og Aston Villa, hefur unnið mál gegn Mainz eftir að þýska félagið rifti samningi hans á ólögmætan hátt á síðustu leiktíð.
El Ghazi var upprunalega settur í bann hjá Mainz í október fyrir að lýsa yfir opinberum stuðningi við Palestínu í deilum þeirra við Ísrael, eftir innrás Palestínu inn í Ísrael í byrjun október.
18.10.2023 06:00
Settur í bann eftir að hafa sýnt Palestínu stuðning
Rúmri viku síðar ákvað Mainz að rifta samningi leikmannsins við félagið, þar sem hann neitaði að draga ummæli sín til baka.
27.10.2023 14:09
Mainz riftir samningi við El Ghazi eftir að hann lýsti yfir stuðningi við Palestínu
El Ghazi ræddi við stjórnendur Mainz og liðu aðeins fjórir dagar þar til hann fékk að snúa aftur til félagsins, en það entist stutt þar sem El Ghazi var rekinn aftur nokkrum dögum síðar.
04.11.2023 07:20
El Ghazi rekinn frá Mainz eftir að hafa verið hleypt aftur inn (Staðfest)
El Ghazi ákvað í kjölfarið af þessu að kæra samningsriftunina og hefur verið dæmt honum í hag. Leikmaðurinn á því inni verulegar miskabætur frá Mainz.
15.11.2023 14:00
El Ghazi lögsækir Mainz út af brottrekstri sínum
Silke Bannick fylgdist með málinu fyrir hönd Mainz og ætlar hann að bíða eftir skriflegum rökstuðningi áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref. Mögulegt er að Mainz áfrýi dómnum.
Eftir þennan dóm er ljóst að El Ghazi er ennþá leikmaður Mainz, með eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Búist er við að hann muni semja við Mainz um starfslok í sumar, auk þess að borga honum ógreidd laun með vöxtum.
Það eru skiptar skoðanir um þetta mál í Þýskalandi, þar sem stór hluti fólks virðist standa með El Ghazi og telur þetta mál snúast að mestu leyti um málfrelsi.
Athugasemdir