Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 31. júlí 2024 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Nik svekktur: Þannig er bara best fyrir mig að lýsa því
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Katie Cousins fagnar marki sínu í kvöld.
Katie Cousins fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleiknum," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tap gegn Val í stórleik í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Valur bara yfir gegn okkur og við náðum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í seinni hálfleiknum þar sem við áttum okkar augnablik. Heilt yfir áttum við ekkert skilið í dag."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Við tókum bara rangar ákvarðanir. Við vildum nýta okkur svæði en hreyfðum boltann ekki nægilega hratt. Við náðum ekki að færa okkur upp völlinn út af því. Ég held að við höfum þrisvar sinnum komist inn á þeirra vallarhelming í fyrri hálfleiknum. Við áttum augnablik en gerðum ekki nóg. Ákvarðanatökurnar voru ekki nægilega góðar."

„Við fengum færi í seinni hálfleik en við töpuðum leiknum í fyrri hálfleiknum."

Katie Cousins var besti leikmaður vallarins en Nik þekkir hana vel eftir að hafa þjálfað hana í Þrótti í tvö ár áður en hann tók við Breiðabliki. Hún valdi að breyta til og ganga til liðs við Íslandsmeistara Vals fyrir þetta tímabil og hefur verið mjög góð þar.

„Þetta var bara dagur þar sem Katie var bara Katie. Þannig er best fyrir mig að lýsa því. Ég þjálfaði hana í tvö ár og stundum tekur hún yfir svona leiki. Hún og Berglind létu þær tikka. Þær stjórnuðu 90 prósent af leiknum. Þær gerðu hlutina betur en við."

Valskonur náðu toppsætinu með þessum sigri. Blikar eru núna þremur stigum á eftir þeim.

„Þetta er ekkert öðruvísi en þegar við unnum þær fyrr á tímabilinu og við komumst þremur stigum á undan. Við eigum enn átta leiki eftir og eigum eftir að spila við þær tvisvar. Titillinn tapaðist ekki í dag. Ef við vinnum alla leikina, þá vinnum við deildina... vonandi verðum við mun betri þegar við hittum þær næst," sagði Nik.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner