Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   mið 31. júlí 2024 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Nik svekktur: Þannig er bara best fyrir mig að lýsa því
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Katie Cousins fagnar marki sínu í kvöld.
Katie Cousins fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleiknum," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tap gegn Val í stórleik í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Valur bara yfir gegn okkur og við náðum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í seinni hálfleiknum þar sem við áttum okkar augnablik. Heilt yfir áttum við ekkert skilið í dag."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Við tókum bara rangar ákvarðanir. Við vildum nýta okkur svæði en hreyfðum boltann ekki nægilega hratt. Við náðum ekki að færa okkur upp völlinn út af því. Ég held að við höfum þrisvar sinnum komist inn á þeirra vallarhelming í fyrri hálfleiknum. Við áttum augnablik en gerðum ekki nóg. Ákvarðanatökurnar voru ekki nægilega góðar."

„Við fengum færi í seinni hálfleik en við töpuðum leiknum í fyrri hálfleiknum."

Katie Cousins var besti leikmaður vallarins en Nik þekkir hana vel eftir að hafa þjálfað hana í Þrótti í tvö ár áður en hann tók við Breiðabliki. Hún valdi að breyta til og ganga til liðs við Íslandsmeistara Vals fyrir þetta tímabil og hefur verið mjög góð þar.

„Þetta var bara dagur þar sem Katie var bara Katie. Þannig er best fyrir mig að lýsa því. Ég þjálfaði hana í tvö ár og stundum tekur hún yfir svona leiki. Hún og Berglind létu þær tikka. Þær stjórnuðu 90 prósent af leiknum. Þær gerðu hlutina betur en við."

Valskonur náðu toppsætinu með þessum sigri. Blikar eru núna þremur stigum á eftir þeim.

„Þetta er ekkert öðruvísi en þegar við unnum þær fyrr á tímabilinu og við komumst þremur stigum á undan. Við eigum enn átta leiki eftir og eigum eftir að spila við þær tvisvar. Titillinn tapaðist ekki í dag. Ef við vinnum alla leikina, þá vinnum við deildina... vonandi verðum við mun betri þegar við hittum þær næst," sagði Nik.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner