Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mið 31. júlí 2024 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Nik svekktur: Þannig er bara best fyrir mig að lýsa því
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Katie Cousins fagnar marki sínu í kvöld.
Katie Cousins fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleiknum," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tap gegn Val í stórleik í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Valur bara yfir gegn okkur og við náðum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í seinni hálfleiknum þar sem við áttum okkar augnablik. Heilt yfir áttum við ekkert skilið í dag."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Við tókum bara rangar ákvarðanir. Við vildum nýta okkur svæði en hreyfðum boltann ekki nægilega hratt. Við náðum ekki að færa okkur upp völlinn út af því. Ég held að við höfum þrisvar sinnum komist inn á þeirra vallarhelming í fyrri hálfleiknum. Við áttum augnablik en gerðum ekki nóg. Ákvarðanatökurnar voru ekki nægilega góðar."

„Við fengum færi í seinni hálfleik en við töpuðum leiknum í fyrri hálfleiknum."

Katie Cousins var besti leikmaður vallarins en Nik þekkir hana vel eftir að hafa þjálfað hana í Þrótti í tvö ár áður en hann tók við Breiðabliki. Hún valdi að breyta til og ganga til liðs við Íslandsmeistara Vals fyrir þetta tímabil og hefur verið mjög góð þar.

„Þetta var bara dagur þar sem Katie var bara Katie. Þannig er best fyrir mig að lýsa því. Ég þjálfaði hana í tvö ár og stundum tekur hún yfir svona leiki. Hún og Berglind létu þær tikka. Þær stjórnuðu 90 prósent af leiknum. Þær gerðu hlutina betur en við."

Valskonur náðu toppsætinu með þessum sigri. Blikar eru núna þremur stigum á eftir þeim.

„Þetta er ekkert öðruvísi en þegar við unnum þær fyrr á tímabilinu og við komumst þremur stigum á undan. Við eigum enn átta leiki eftir og eigum eftir að spila við þær tvisvar. Titillinn tapaðist ekki í dag. Ef við vinnum alla leikina, þá vinnum við deildina... vonandi verðum við mun betri þegar við hittum þær næst," sagði Nik.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir