Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. ágúst 2021 22:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í beinni: Gluggadagurinn - Allt það helsta
Mynd: Fótbolti.net
Í dag er gluggadagurinn. Lokað verður fyrir félagaskipti klukkan 22:00 í kvöld og Fótbolti.net fylgist grannt með öllu sem gerist.

Hér er fylgst með því helsta sem er í gangi í beinni textalýsingu.

Það helsta sem er staðfest:
Tomiyasu til Arsenal (Staðfest)
Ísak Bergmann í FCK (Staðfest)
Rúnar Alex til Leuven (Staðfest)
Emerson Royal til Tottenham (Staðfest)
Daniel James til Leeds (Staðfest)
Moise Kean til Juventus (Staðfest)
Camavinga til Real Madrid (Staðfest)
Vlasic til West Ham (Staðfest)

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet
22:05
Takk fyrir daginn!
Ég ætla að ljúka þessari lýsingu hérna. Það eru enn einhver félagaskipti sem eiga eftir að ganga í gegn en við munum fjalla um það á síðunni. Endilega fylgist með fréttum fram eftir kvöldi og á morgun!

Við þökkum fyrir okkur!

Eyða Breyta
22:04
Salomon Rondon til Everton (Staðfest)




Eyða Breyta
22:00
Félagaskiptaglugginn á Englandi er lokaður!

Félög geta enn landað leikmönnum ef þau skiluðu nauðsynlegum gögnum áður en glugginn lokaði.

Eyða Breyta
21:59
Sögur um það í Danmörku að AGF hafi boðið 15 milljónir danskra króna í Mikael Neville Anderson. Glugginn í Danmörku er að loka.

Verður Mikael leikmaður AGF?




Eyða Breyta
21:58
Wolves hafnaði 30 milljón punda tilboði frá Tottenham í kantmanninn Adama Traore í gær. Tottenham gerði ekki annað tilboð í dag.




Eyða Breyta
21:56
Serge Aurier yfirgefur herbúðir Tottenahm (Staðfest)




Eyða Breyta
21:39
Arsenal bætir við vörnina sína. Þörf á því!



Eyða Breyta
21:39


Eyða Breyta
21:19
Bakvörðurinn Serge Aurier er í viðræðum við Tottenham um riftun á samningi sínum.




Eyða Breyta
21:12
Það er tæpur klukkutími eftir af glugganum í Englandi. Hvað er eftir?

Saul til Chelsea, Tomiyasu til Arsenal og Rondon til Everton.

Svo auðvitað Griezmann til Atletico frá Barcelona.

Eyða Breyta
20:51
Edouard til Crystal Palace (Staðfest)



Eyða Breyta
20:49
Það er voðalega rólegt yfir þessu.

Eyða Breyta
20:47
Hægri bakvörðurinn Hector Bellerin hefur yfirgefið herbúðir Arsenal. Hann er farinn til Real Betis á Spáni (Staðfest)




Eyða Breyta
20:35
Crystal Palace mun landa franska sóknarmanninum Odsonne Edouard frá Celtic áður en glugginn lokar. Sky Sports segir að Palace sé að kaupa hann fyrir allt að 18,5 milljónir punda.




Eyða Breyta
20:30
Verða Man City stuðningsmenn ánægðir eftir þennan glugga. City missti af bæði Messi og Ronaldo, og það er bara ein nía í hópnum; Gabriel Jesus.




Eyða Breyta
20:23


Eyða Breyta
20:17
Þetta var einu sinni liðið hjá Barcelona...

Liðið í dag? Miðað við þetta lið? Úffffff. Það er í raun það eina sem hægt er að segja.




Eyða Breyta
20:10
Þá er svo gott sem hægt að setja (STAÐFEST) á endurkomu Griezmann til Atletico!



Eyða Breyta
19:53
Rúnar Alex Rúnarsson frá Arsenal til Leuven (Staðfest)




Eyða Breyta
19:46
West Ham var að sækja sinn þriðja Tékka! Það hefur reynst þeim vel að fá tékkneska landsliðsmenn og núna er miðjumaðurinn Alex Kral kominn til félagsins.



Eyða Breyta
19:39
Fyrstu myndirnar af Ronaldo í nýjum búningi Man Utd.



Eyða Breyta
19:22
Matarpása!
Ég tek mér stutta matarpásu og svo höldum við áfram. Vonandi gerist eitthvað áhugavert áður en glugginn lokar!

Eyða Breyta
19:10
En hvaða númer fær hann?



Eyða Breyta
19:00
Morgan Gibbs-White lánaður frá Úlfunum í Sheffield United (Staðfest)

Þetta er leikmaður sem ætlar að vera efnilegur endalaust.




Eyða Breyta
18:59
Barcelona, Jesús minn.

Það er búið að reka þetta félag svo illa og þeir munu enda þennan félagaskiptaglugga með eitthvað miðlungslið. Það er kannski of langt gengið að segja það, en samt...

De Jong og Braithwaite verða flottir saman frammi.

Eyða Breyta
18:57
Svo virðist sem Barcelona sé bara að fá De Jong inn fyrir Griezmann...

Atletico er að næla í Griezmann! Fabrizio Romano segir viðræður komnar langt; Griezmann fer á láni og Atletico þarf svo að kaupa hann.




Eyða Breyta
18:54
Barcelona er að vinna í því að fá hollenska sóknarmanninn Luuk de Jong frá Sevilla...

Skoraði fjögur mörk í La Liga á síðustu leiktíð, í 34 leikjum. Ég segi bara: Úffffffff




Eyða Breyta
18:47
Jules Kounde fer ekki til Chelsea!

Chelsea hefur verið að reyna að landa franska miðverðinum en það gengur ekki eftir. Sevilla var ekki til í að selja fyrir minna en 80 milljónir evra.




Eyða Breyta
18:37
Lúkas Logi í leik með Fjölni í sumar.



Eyða Breyta
18:34
Enn einn Íslendingurinn til Ítalíu! Lúkas Logi Heimisson, ungur leikmaður úr Fjölni, var að skrifa undir hjá Empoli.



Eyða Breyta
18:33
Þýska úrvalsdeildarfélagið Stuttgart var að kaupa Wahid Faghir frá Vejle í Danmörku (Staðfest)

Mjög efnilegur sóknarmaður. Ungstirnin mæla með því að fylgjast með honum!



Eyða Breyta
18:26
Það eru enn viðræður í gangi á milli Atletico og Barcelona. Endurkoma Antoine Griezmann er möguleg en tíminn er naumur.




Eyða Breyta
18:21
Vinstri bakvörðurinn Frederic Guilbert er farinn á láni til Strasbourg frá Aston Villa (Staðfest)




Eyða Breyta
18:13
Steve Bruce, stjóri Newcastle, er ekki alveg sáttur og er að reyna að ganga frá kaupum. Það er ekki mikill tími til stefnu og verður fróðlegt að sjá hvað gerist.




Eyða Breyta
18:10
Rétt áður en glugginn lokaði á Ítalíu, þá gekk kantmaðurinn Keita Balde til liðs við Cagliari á láni frá Mónakó.

Ég hélt að þessi gæi yrði kominn lengra á þessum tímapunkti.



Eyða Breyta
18:09
Glugganum skellt í lás á Ítalíu.



Eyða Breyta
18:03
Það er lítið að frétta hjá Liverpool, hvað varðar möguleg leikmannakaup. Mér finnst Liverpool vanta miðjumann og jafnvel meiri breidd framarlega á vellinum. Eigendurnir ætla ekki að opna veskið...

Harvey Elliott, sem er 18 ára, mun líklega fá stórt hlutverk á þessu tímabili.




Eyða Breyta
18:02
Ef Man Utd myndi ná í miðjumann, þá væri þessi gluggi 10/10 hjá þeim.

Það er hins vegar ekki að fara að gerast. Hvernig er Man Utd ekki búið að kaupa Wilfred Ndidi frá Leicester? Það er leikmaður sem gæti gert svo mikið fyrir Rauðu djöflana.




Eyða Breyta
18:02


Eyða Breyta
17:56
Sögur um það í Frakklandi að Anthony Martial, sóknarmaður Manchester United, hafi neitað því að fara til Lyon á láni í dag.




Eyða Breyta
17:48
Wolves var að reyna að landa miðjumanninum Renato Sanches frá Lille. Sanches er meiddur og verður frá næstu tvo til þrjá mánuði. Því verður ekkert af þeim skiptum.




Eyða Breyta
17:40
Ampadu til Íslendingaliðs Venezia (Staðfest)



Eyða Breyta
17:38
Tottenham var að kaupa hægri bakvörðurinn Emerson Royal frá Barcelona (Staðfest)

Kaupverðið? 30 milljónir evra




Eyða Breyta
17:37
Svo virðist sem Mikael Neville, landsliðsmaður Íslands, vilji ólmur komast frá Midtjylland. Hann birti athyglisverða sögu á Instagram.

Hægt er að lesa meira um það hérna



Eyða Breyta
17:25
Varnarmaðurinn Ethan Ampadu er á leið frá Chelsea í Íslendinganýlenduna í Venezia! Búið að ná samkomulagi um að hann fari þangað á láni.




Eyða Breyta
17:23
Mbappe ekki til Real Madrid
Þau tíðindi að berast frá Sky Sports að Kylian Mbappe sé ekki á leið til Real Madrid í dag. Fjölmiðlamaðurinn Kaveh Solhekol segir að Real hafi verið tilbúið að borga 220 milljónir evra fyrir Frakkann í dag en ekki fengið svar frá PSG og því hætt við.

Mbappe verður samningslaus næsta sumar. Ef ég ætti að giska, þá mun hann fara frítt til Real að ári. Það verður dýrt fyrir PSG.




Eyða Breyta
17:23
Þetta Chelsea lið er að verða ógnvænlega gott!

Eyða Breyta
17:21
Saul er á leið til LONDON!
Stór tíðindi að berast; spænski miðjumaðurinn Saul er á leið til Chelsea á láni frá Atletico. Þetta kemur úr traustri átt; frá Fabrizio!



Eyða Breyta
17:18
Varnarmaðurinn Timm Klose hefur komist að samkomulagi við Norwich um riftun á samningi. Hann er á meðal dýrustu leikmanna í sögu Kanarífuglana; kostaði tæpar 10 milljónir punda árið 2016. Ekki í plönum félagsins fyrir þessa leiktíð og fer nú í að leita sér að öðru félagi.




Eyða Breyta
17:17
Ég vær til í að sjá einhver góð panikk kaup áður en glugginn lokar. Það var ansi gott fyrir nokkrum árum síðan þegar Liverpool borgaði 35 milljónir punda fyrir Andy Carroll á gluggadegi. Hinn gæinn sem er með honum á myndinni reyndist nú samt ágætlega fyrir Liverpool.

Annars er Carroll án félags. Hann er sagður í viðræðum við Reading.




Eyða Breyta
17:13
Meiri viðskipti hjá Leicester. Belgíski miðjumaðurinn Dennis Praet er farinn á láni til Torino (Staðfest)



Eyða Breyta
17:12
Miðvörðurinn Rhys Williams er farinn frá Liverpool á láni til Swansea (Staðfest)



Eyða Breyta
17:09
Fyrir áhugasama, þá er hægt að sjá vítaspyrnuna hérna




Eyða Breyta
17:08
Ademola Lookman í Leicester (Staðest)
Kemur á láni frá RB Leipzig í Þýskalandi. Snöggur kantmaður sem styrkir breiddina hjá Leicester verulega. Var á láni hjá Fulham á síðustu leiktíð; eftirminnilegt þegar hann tók einhverja alverstu vítaspyrnu sem sést hefur í enska boltanum.



Eyða Breyta
17:07
Kvöldvaktin heilsar!
Ég fylgi ykkur inn í kvöldið þennan gluggadaginn. Það var verið að staðfesta nokkur áhugaverð félagaskipti sem koma hér næst.

Eyða Breyta
17:02
Vaktaskipti


Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson tekur við stýrinu og fylgir ykkur til loka gluggans. Skellt í lás klukkan 22:00! Elvar Geir þakkar samfylgdina í dag.

Eyða Breyta
16:42


Andre Frank Zambo Anguissa er kominn til Napoli (Staðfest). Kemur á láni frá Fulham en ítalska félagið á möguleika á að kaupa hann fyrir 15 milljónir punda.

Eyða Breyta
16:41
Real Madrid býður Camavinga velkominn. Spennandi ungstirni.


Eyða Breyta
16:39
Brighton hefur fengið Abdallah Sima frá Slavia Prag og hann hefur gert fjögurra ára samning við félagið. Þessi tvítugi sóknarmaður fer á lán til Stoke City í Championship-deildinni út þetta tímabil.

Eyða Breyta
16:31
Sóknarmaðurinn Salomon Rondon er líklegur til að verða leikmaður Everton áður en félagaskiptaglugganum verður lokað.

Eyða Breyta
16:25
(Staðfest) - Þýska félagið RB Leipzig hefur fengið Ilaix Moriba frá Barcelona.



Eyða Breyta
16:22
Marc Cucurella, nýjasti leikmaður Brighton, getur ekki beðið eftir því að spila á Amex leikvangnum.



Eyða Breyta
16:21


Varnarmaðurinn Nat Phillips hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool til 2025.

Eyða Breyta
16:20


Sky Sports: Burnley hefur verið boðið að fá miðjumanninn Weston McKennie frá Juventus. Sagt er að Burnley hafi gert lánstilboð í þennan 23 ára bandaríska landsliðsmann.


Eyða Breyta
16:08


Belgíski miðjumaðurinn Dennis Praet er á leið frá Leicester til Torino á lánssamningi út tímabilið


Eyða Breyta
15:54


BBC segir að Liverpool gæti lánað Rhys Williams til Swansea.


Eyða Breyta
15:53


Miði er möguleiki! - Saul vill fara til Chelsea

Það er enn möguleiki á að Saul Niguez fari til Chelsea! Umboðsmenn leikmannsins leggja mikið á sig til að koma honum í lán frá Atletico Madrid til enska félagsins.

Sky Sports segir að þeir muni ekki gefast upp fyrr en búið er að skella félagaskiptaglugganum í lás!


Eyða Breyta
15:49
Úr herbúðum Antoine Griezmann heyrast þær fréttir að endurkoma til Atletico Madrid sé möguleg!



Eyða Breyta
15:47
Tékkar hafa reynst West Ham vel
West Ham er í viðræðum um Alex Kral (23), tékkneskan miðjumann Spartak Moskvu. Kral er sagður hafa hafnað ítalska félaginu Atalanta.

Eyða Breyta
15:45
Bellerín er búinn að standast læknisskoðun fyrir félagaskipti sín yfir til Real Betis.

Eyða Breyta
15:44
Reiss Nelson lánaður frá Arsenal til Feyenoord í Hollandi (Staðfest)


Eyða Breyta
15:41


Daniel James í viðtali við Sky Sports:
"Fyrir mig og minn fótboltaferil þá er þetta klárlega rétt ákvörðun. Ég átti magnaðan tíma hjá Manchester United, ég eignaðist góða vini, starfsliðið var ótrúlegt. En það er best fyrir minn feril að halda annað."

Eyða Breyta
15:39
Tíminn að renna út


James Rodriguez er ekki í myndinni hjá Rafa Benítez og Everton vill losna við þennan launaháa leikmann. En klukkan tifar. Er mögulegt að ná lausn sem hentar öllum aðilum?

Eyða Breyta
15:36


Eyða Breyta
15:36
Daniel James í Leeds (Staðfest)
Daniel James skrifaði í dag undir fimm ára samning við Leeds United en hann kemur frá Manchester United. Þetta kemur fram á heimasíðu Leeds. Hann er keyptur á 30 milljónir punda.

Lestu nánar um það hérna

Eyða Breyta
15:34
Sæl aftur! - Byrjum á stóru fréttunum á meðan þetta stutta hlé var gert.

Eyða Breyta
14:56
Smá hlé

Nóg að gera... ég ætla að bregða mér á fréttamannafund hjá íslenska landsliðinu þar sem Arnar Þór Viðarsson situr fyrir svörum núna klukkan 15. Að fundi loknum þá höldum við áfram með þessa textalýsingu. Bæ í bili!

Eyða Breyta
14:52


(Staðfest) - Aðeins í Championship-deildina. Neil Warnock, stjóri Middlesbrough, hefur fengið slóvenska landsliðssóknarmanninn Andraz Sporar (27 ára) á lánssamningi frá Sporting Lissabon. Sporar var markahæstur í efstu deild Slóvakíu tvö ár í röð en hann skoraði 34 mörk í 36 leikjum fyrir Slovan Bratislava þegar liðið varð meistari 2019.



Eyða Breyta
14:48
(Staðfest) - C-deildarliðið Sheffield Wednesday að fá leikmann sem margir kannast vel við!



Eyða Breyta
14:47
Jesse Lingard mun að öllum líkindum vera áfram hjá Manchester United. West Ham tilkynnti í morgun að félagið hefði fengið króatíska miðjumanninn Nikola Vlasic. Hann er svipaður leikmaður og Lingard að mörgu leyti.

Lingard verður samningslaus við United eftir tímabilið.

Eyða Breyta
14:44


Eyða Breyta
14:35
Hvert fer Aron?


Brynjar Ingi Erluson er á fréttavaktinni hér á Fótbolta.net og hann var að setja inn frétt þess efnis að Aron Jóhannsson sé búinn að yfirgefa Lech Poznan.

Eyða Breyta
14:33
Það er afskaplega ólíklegt að Saul Niguez fari á láni til Chelsea. Þá virðist Jules Kounde ekki heldur á leið á Stamford Bridge. BBC talar um að það sé ekki útlit fyrir að neinn leikmaður bætist við hópinn hjá Chelsea í dag.

Eyða Breyta
14:30


Eyða Breyta
14:29
Bjargið Jón Daða takk!



Eyða Breyta
14:02
og hér dettur inn (Staðfest)

Viðhorfsvandamál hafa orðið til þess að Roger Schmidt, þjálfari PSV, ákvað að taka Ihattaren úr aðalliðshópnum.

Juventus gekk í dag frá kaupum á Ihattaren og gerir hann fimm ára samning við félagið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Juventus í dag en hann verður líklega lánaður til Sampdoria.

Hann á 70 leiki að baki fyrir PSV og níu mörk en mun nú reyna fyrir sér á Ítalíu.

Eyða Breyta
14:01
Sóknarmiðjumaðurinn Tino Anjorin, 19 ára leikmaður Chelsea, er á leið í læknisskoðun hjá Lokomotiv Moskvu. Chelsea er með ákvæði um að geta mögulega keypt hann til baka fyrir um 40 milljónir punda.

Eyða Breyta
13:55
Benfica hefur fengið Valentino Lazaro frá Inter. Lazaro er austurrískur landsliðsmaður sem hefur verið á mála hjá Inter í tvö ár.

Lestu nánar um það hérna

Eyða Breyta
13:49
Burnley hefur fest kaup á velska landsliðsmanninum Connor Roberts frá Swansea City.

Lestu nánar um það hérna

Eyða Breyta
13:41
Takehiro Tomiyasu er að fara í læknisskoðun hjá Bologna en hann er á leið til Arsenal. Ef allt gengur samkvæmt áætlun mun þessi 22 ára japanski landsliðsvarnarmaður skrifa undir fjögurra ára samning við Arsenal.



Eyða Breyta
13:35


Eyða Breyta
13:34
Dan James hefur klárað læknisskoðun hjá Leeds United. Það er tilkynning á næsta leyti.

Eyða Breyta
13:33


Leicester er nálægt því að klára lánssamning við Ademola Lookman, vængmann RB Leipzig. Þessi 23 ára leikmaður gekk í raðir Leipzig frá Everton 2019. Hann var hjá Fulham á síðasta tímabili og skoraði fjögur mörk í 35 leikjum en tókst ekki að hjálpa liðinu að halda sæti sínu.

Eyða Breyta
13:10
Saido Berahino

Saido Berahino gæti snúið óvænt aftur í enska boltann en hann er orðaður við Sheffield Wednesday í C-deildinni. Þessi 28 ára fyrrum U21 landsliðsmaður Englands gekk í raðir Zulte Waregem í Belgíu 2019 eftir að hafa verið hjá West Brom og Stoke.

Eyða Breyta
13:06


Eyða Breyta
13:05
Samkvæmt heimildum bold.dk er þýska félagið HSV sagt hafa áhuga á því að fá Mikael Anderson á láni. Þá kemur fram að danskt félag í efstu deild vilji kaupa Mikael.

Lestu nánar um það hérna

Eyða Breyta
12:32


Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er að ganga í raðir OH Leuven í Belgíu samkvæmt heimildum Sky Sports.

Lestu nánar um það hérna

Eyða Breyta
12:28


Eyða Breyta
12:26


(Staðfest) - Norwich hefur fengið norska miðjumanninn Mathias Normann á láni frá Rostov í Rússlandi út tímabilið.

Norwich getur svo keypt Norðmanninn af Rostov í kjölfar lánssamningsins.

Normann er 25 ára og hefur verið hjá Rostov síðan 2019. Hann er uppalinn hjá Lofoten í Noregi en var hjá Bodö/Glimt á árunum 2013-2017. Þá gekk hann í raðir Brighton en lék aldrei keppnisleik með liðinu.

Hann á að baki sjö A-landsleiki fyrir Noreg.

Eyða Breyta
12:23


Markvörðurinn Robin Olsen er nálægt því að ganga í raðir Sheffield United frá AS Roma.

Eyða Breyta
12:14
(Staðfest) - Teun Koopmeiners er genginn í raðir ítalska félagsins Atalanta frá AZ Alkmaar í Hollandi. Atalanta greiðir um fjórtán milljónir evra fyrir hollenska miðjumanninn. Koopmeiners er 23 ára og skrifar undir samning fram á sumarið 2025.

Lestu nánar um það hérna

Eyða Breyta
12:07
Slúður! Barcelona skoðar möguleika á því að fá sóknarleikmanninn Dani Olmo aftur. Olmo var í unglingastarfi Börsunga en þessi 23 ára leikmaður er núna leikmaður RB Leipzig.

Eyða Breyta
12:01

Nýjasta um Jules Kounde og Chelsea
Chelsea hefur verið orðað við franska varnarmanninn Jules Kounde hjá Sevilla. Monchi, yfirmaður fótboltamála hjá Sevilla, ræddi við spænska fjölmiðla:

"Eina formlega tilboðið frá Chelsea kom síðasta miðvikudag. Við vorum ekki sáttir við tilboðið. Við höfum ekki rætt við Chelsea síðan á föstudagskvöld," segir Monchi.

Eyða Breyta
11:56
Tottenham að kaupa Emerson Royal


Tottenham er að kaupa brasilíska varnarmanninn Emerson Royal frá Barcelona. Katalónska félagið samþykkyi 25,8 milljóna punda kauptilboð.

Þessi 22 ára leikmaður var síðustu tvö tímabil hjá Real Betis og skoraði fimm mörk í 79 leikjum.

Emerson kom til Barca frá brasilíska félaginu Atletico Mineiro 2019 og spilaði með Brasilíu á Copa America í sumar. Hann á fjóra landsleiki fyrir Brassa.

Hann mun væntanlega keppa um hægri bakvarðarstöðuna hjá Spurs við þá Japhet Tanganga og Matt Doherty.

Tottenham er að reyna að selja bakvörðinn Serge Aurier áður en glugganum verður lokað.

Emerson spilaði fleiri mínútur en nokkur annar leikmaður Betis á síðasta tímabili en liðið endaði í sjötta sæti í La Liga og komst í Evrópudeildina.

Eyða Breyta
11:49
Leeds borgar metfé fyrir Daniel James


Leeds United er að ganga frá kaupum á Daniel James frá Manchester United og gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.

James mun kosta 30 milljónir punda en Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, efur fylgst vel með leikmanninum í nokkurn tíma. Hann var nálægt því að ganga í raðir félagsins í janúar 2019.

James hefur skorað níu mörk í 74 leikjum fyrir United.

Leeds var að hugsa um að reyna að kaupa hann í síðasta sumarglugga en fékk Brasilíumanninn Raphinha í staðinn.

BBC segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum áður en James verði kynntur sem nýr leikmaður Leeds. Dýrasti leikmaður í sögu Leeds er Rodrigo sem keyptur var frá Valencia á 24,8 milljónir punda.

Eyða Breyta
11:35
Callum Hudson-Odoi áfram hjá Chelsea

Callum Hudson-Odoi verður áfram hjá Chelsea. BBC segir það staðfest. Borussia Dortmund hafði áhuga á að fá hann lánaðan.



Eyða Breyta
11:33
Cavani er ekki á förum frá Manchester United


Þrátt fyrir ýmsar sögusagnir þá er Edinson Cavani ekki á förum. Hann hefur verið orðaður við Barcelona. Fabrizio Romano segir að allir hlutaðeigandi aðilar hafi staðfest að Cavani verði áfram á Old Trafford.

Eyða Breyta
11:28
Slúður! Atletico Madrid hefur hafnað tilboði frá Manchester United upp á 21 milljón punda í bakvörðinn Kieran Trippier.

Eyða Breyta
11:26
Ekki búist við því að Newcastle geri neitt í dag
Einhverjar sögur hafa verið í gangi um að Newcastle hafi áhuga á Hamza Choudhury hjá Leicester lánaðan og vilji einnig fá David Brooks frá Bournemouth.

BBC greinir frá því að Newcastle sé töluvert frá þessum leikmönnum og muni ekki fá neinn leikmann inn.

Joe Willock verður því einu stóru kaup Newcastle í sumar. Eitthvað sem pirrar stuðningsmennina.

Eyða Breyta
11:23
Slúður! Umboðsmaðurinn Jorge Mendes er að vinna að því að koma Anthony Martial frá Manchester United til PSG.

Talandi um slúður! Hér er hnausþykkur slúðurpakki á gluggadegi.

Eyða Breyta
11:19
Real Betis hefur náð samkomulagi við Arsenal um að fá Hector Bellerín lánaðan. Spænski hægri bakvörðurinn mun taka á sig launalækkun til að fara í La Liga.



Eyða Breyta
11:17
Fabrizio Romano er í yfirvinnu í dag.


Eyða Breyta
11:16
Ndombele fer ekkert

Tanguy Ndombele, dýrasti leikmaður í sögu Tottenham, er ekki á förum frá félaginu.

Lestu nánar um það hérna

Eyða Breyta
11:15
Arsenal er búið að ná samkomulagi við Bologna um kaup á Takehiro Tomiyasu.

Lestu nánar um það hérna

Eyða Breyta
11:14
(Staðfest) - Brighton hefur fest kaup á Marc Cucurella frá Getafe. Cucurella er 23 ára leikmaður sem getur bæði spilað á kantinum og í bakverði.

Lestu nánar um það hérna

Eyða Breyta
11:12


(Staðfest) - Ítalski sóknarmaðurinn Moise Kean er genginn að nýju í raðir Juventus:

Lestu nánar um það hérna


Eyða Breyta
11:10
Byrjum aðeins að skoða það sem hefur gerst fyrr í morgun....



(Staðfest) - West Ham hefur fengið króatíska miðjumanninn Nikola Vlasic frá CSKA Moskvu. Vlasic er 23 ára og gerir fimm ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar.

Lestu nánar um það hérna

Eyða Breyta
11:04
Heil og sæl!

Elvar Geir heilsar. Verið velkomin með okkur í þráðbeina textalýsingu þar sem við fylgjumst með öllu því helsta sem gerist á þessum fallega gluggadegi. Hingað hendum við inn öllum skemmtilegustu sögusögnunum og öðru hressandi.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner