Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 31. ágúst 2021 18:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lúkas Logi til Empoli (Staðfest)
Lengjudeildin
Lúkas Logi í leik með Fjölni í sumar.
Lúkas Logi í leik með Fjölni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enn halda Íslendingar áfram að flykkjast í ítalska boltann. Núna var Lúkas Logi Heimisson að skrifa undir hjá Empoli.

Lúkas Logi er 18 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað 14 leiki með Fjölni í Lengjudeildinni í sumar. Í þessum leikjum hefur hann skorað eitt mark. Hann skoraði jafnframt fjögur mörk í þremur leikjum í Mjólkurbikarnum.

Hann var valinn í lið 16. umferðar í Lengjudeildinni.

Lúkas á að baki þrjá leiki fyrir U16 landslið Íslands og tvo leiki fyrir U19 landsliðið.

Ítalía er mjög vinsæll áfangastaður hjá ungum Íslendingum. Lúkas Logi er eini Íslendingurinn hjá Empoli.
Athugasemdir
banner
banner