
Enn halda Íslendingar áfram að flykkjast í ítalska boltann. Núna var Lúkas Logi Heimisson að skrifa undir hjá Empoli.
Lúkas Logi er 18 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað 14 leiki með Fjölni í Lengjudeildinni í sumar. Í þessum leikjum hefur hann skorað eitt mark. Hann skoraði jafnframt fjögur mörk í þremur leikjum í Mjólkurbikarnum.
Hann var valinn í lið 16. umferðar í Lengjudeildinni.
Lúkas á að baki þrjá leiki fyrir U16 landslið Íslands og tvo leiki fyrir U19 landsliðið.
Ítalía er mjög vinsæll áfangastaður hjá ungum Íslendingum. Lúkas Logi er eini Íslendingurinn hjá Empoli.
Athugasemdir