Salomon Rondon er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina og hefur gert samning við Everton.
Rondon þekkir þjálfara Everton vel, Rafa Benitez, en þeir unnu saman hjá Dalian Professional í Kína og Newcastle á Englandi.
Rondon skrifar undir tveggja ára samning við Everton með möguleika á eins árs framlengingu.
Hann kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa leikið með Dalian undanfarin tvö ár..
Rondon var þó lánaður til CSKA Moskvu fyrr á árinu og skoraði þá fjögur mörk í 10 leikjum.
Hann hefur leikið með West Brom og Newcastle á Englandi.
Athugasemdir