Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   lau 31. ágúst 2024 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. deild: Selfoss deildarmeistari - Jakob Gunnar kominn með 21 mark
Jakob Gunnar er kominn með 21 mark.
Jakob Gunnar er kominn með 21 mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gonzi skoraði þrennu.
Gonzi skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss tryggði sér í dag deildarmeistaratitilinn í 2. deild karla með því að vinna Hött/Hugin örugglega, 5-0, á heimavelli. Með sigrinum er ljóst að ekkert lið getur náð liðinu að stigum þegar Selfoss á tvo leiki eftir.

Gonzalo Zamorano skoraði þrennu í leiknum og Sesar Örn Harðarson skoraði eitt mark. Fjórða mark Selfoss var sjálfsmark. Gestirnir úr Hetti/Hugin léku manni færri frá 36. mínútu þegar Genis Caballe fékk rauða spjaldið.

Á Húsavík vann Völsungur mikilvægan sigur í baráttunni um 2. sætið. Liðið skoraði öll fjögur mörk sín í sigri á Kormáki/Hvöt í seinni hálfleik. Ingvar Magnússon, forráðamaður Kormáks/Hvatar, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik.

Jakob Gunnar Sigurðsson, verðandi leikmaður KR og markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði tvö fyrstu mörkin og nafni hans Jakob Héðinn Róbertsson skoraði seinni tvö mörkin. Jakob Gunnar, sem fæddur er árið 2007, er kominn með 21 mark í sumar. Ótrúlega vel gert hjá framherjanum unga.

Völsungur er fjórum stigum á undan Þrótti Vogum og Víkingi Ólafsvík sem eiga leik til góða og sitja i 3. og 4. sæti deildarinnar.

Völsungur 4 - 0 Kormákur/Hvöt
1-0 Jakob Gunnar Sigurðsson ('50 )
2-0 Jakob Gunnar Sigurðsson ('66 )
3-0 Jakob Héðinn Róbertsson ('76 )
4-0 Jakob Héðinn Róbertsson ('79 )
Rautt spjald: Ingvar Magnússon , Kormákur/Hvöt ('21)

Selfoss 5 - 0 Höttur/Huginn
1-0 Gonzalo Zamorano Leon ('33 )
2-0 Gonzalo Zamorano Leon ('37 )
3-0 Gonzalo Zamorano Leon ('69 )
4-0 Brynjar Þorri Magnússon ('80 , sjálfsmark)
5-0 Sesar Örn Harðarson ('87 )
Rautt spjald: Genis Arrastraria Caballe, Höttur/Huginn ('36) Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner